8.3.2008 | 11:09
Rétt kynferði, rangar skoðanir ...
Ekki verður annað sagt en að Magga hafi verið umdeild á sínum tíma. Undir hennar dyggu stjórn færði hún efnahag Bretland til nútímahorfs, frá verndar- og haftastefnu yfir í opnara markaðsumhverfi, sem færði bresku þjóðinni bættari efnahag til langframa. Hún var einarður stuðningsmaður efnahagslausna undir hatti frjálshyggjunnar og studdist m.a. við hagfræði Hayeks. Stjórnarstíll hennar var sagður eitilharður og fékk hún snemma viðurnefnið járnfrúin.
Einhverra hluta vegna voru femenistar ekki sáttir við kerlu, væntanlega ekki haft réttu skoðanirnar þrátt fyrir rétta kynferðið. Vinstrimenn hötuðust út í hana en hún virtist styrkjast við hverja raun. Framgangur hennar og velgengni skapaði henni um síðir óvini, utan flokks sem innan, og þjóðin átti í ástar- og haturssambandi við hana alla tíð. Um síðir varð innanhússbylting henni að falli og henni síðri menn tóku við stjórnartaumunum.
Nú er greifynjan komin við aldur og heilsan farin að nokkru. Fyrri veikindi hafa haldið henni frá sviðsljósinu um árabil og hún hefur hægt og hljótt orðið að fjarlægri en jafnframt áhugaverðri minningu í hugum okkar sem munum eftir hennar orðræðu, stjórnmálum og vösku framgöngu. Magga sýndi umheiminum að konur geta stjórnað á tímum umbóta, stríðs og uppbyggingar en einhverra hluta vegna hefur hún ekki fengið að njóta þeirrar umsagnar hjá þeim sem skyldi.
Líðan Thatcher sögð þokkaleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hverju orði sannara og skemmtilegur pistill hjá þér.
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 12:11
Að segja að Magga hafi verið misheppnuð er understatement af áður óþekktri stærðargráðu. Undir hennar stjórn tók efnahagur landsins stórtækum framförum. Gamaldags og vinstri sinnaðir forystumenn verkamanna leiddu m.a. kolanámumenn í Jórvíkurskíri og viðar í stríði við stjórnvöld sem tapaðist. Hún beitti hörku og var illa liðin af sumum fyrir vikið, sem hafa ekki fyrirgefið henni enn. En fyrir tilstuðlan þeirrar frjálshyggju sem hún innleiddi er efnahagur verkafólks og alls almennings nú betri fyrir vikið og Bretar gátu endurheimtu fyrra stolt. Sömu frjálshyggju nóta bene og Verkamannaflokkurinn nú boðar og starfar eftir.
Blessuð kerlan.
Ólafur Als, 8.3.2008 kl. 13:02
Þegar það var dýrara að vinna kolin en að láta þau vera er augljóst að það gengur ekki til langframa. Hún tók þá afstöðu að ekki væri verjandi að niðurgreiða þessa atvinnustarfsemi, þrátt fyrir að um fátæk landsvæði á landsbyggðinni væri að ræða. Íslenskir stjórnmálamenn mættu taka Thatcher sér til fyrirmyndar að þessu leyti.
Úlfur (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 17:16
Með tví t.d. að loka kolanámunum, leggja áherslu á aðrar atvinnugreinar og innleiða breytta hugsun í skattlagningu varð viðsnúningur í efnahag landsins og alls almennings. Kannast m.a. við þetta af eigin raun frá því að ferðast nokkuð til Bretlands á þessum árum auk þess sem lestur getur stundum hjálpað, líka þér Kristinn. Meira að segja hafa forystumenn Verkamannaflokksins, Tony Blair og fleiri, lofað kerluna fyrir mörg hennar verk í átt til markaðsvæðingar bresks atvinnulífs og fylgja enn í dag hennar stefnu í veigamiklum atriðum.
Svo misheppnuð voru hennar ráð.
Ólafur Als, 8.3.2008 kl. 18:45
Hér er ekki til umræðu hvort Magga er vel liðin eður ei, heldur hve vel henni tókst til í m.a. að færa Breta nær nútímaefnahagsstjórnun. Henni tókst það og efnahagur fólks batnaði, óumdeilanlega. Ætli frjálslyndir viðurkenni ekki þá staðreynd þó sitthvað athugavert þeir, ásamt öðrum, finni að stjórn hennar. Hvorki frjálslyndum né verkamannaflokknum dettur í hug að snúa blaðinu við í átt að því ástandi sem var fyrir daga Möggu, svo mikið er víst - ekki einu sinni félagar þínir í Liverpool.
Frasana um hag hinna verst settu eru eins og lesnir upp úr pésa frá einhverri áráðursdeild Kominterns. Yfir línuna er hagur verkafólks í Bretlandi nú til muna betri en fyrir aldarfjórðungi, Á árunum 1981 til 1991 jókst innkoma heimilinna um 40% á meðan þjóðarframleiðslan jókst yfir fjórðung. Þjóðarframleiðslan stóð í stað framan af tíunda áratugnum en steig svo á nyjan leik - á meðan tekjur heimilanna jukust allan tímann, allt frá árinu 1981 og fram á næsta árþúsund - tvöfaldaðist að raungildi á yfir tuttugu árum.
Ef það hefur farið framhjá þér, Kristinn, þá aðhyllist ég frjálshyggju en ekki öfgahægrimennsku. Að þú tengir þín viðhorf við frjálslyndi geri ég ráð fyrir að sé grín. Óskir þínar um að fólk sem þér er ekki að skapi detti dautt niður eru óviðeigandi og gerir allan þinn málflutning ótrúverðugan. Hve erfitt er að skilja það, Kristinn?
Ólafur Als, 8.3.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.