Orkugeirinn mun áfram leggja grunn að frekari uppbyggingu á Íslandi

Eitt af því sem gerir þessa fjárfestingu forvitnilega er að hún á sér stað mitt á óvissutíma í efnahagsmálum landsins. Eftir gríðarlega uppsveiflu um margra ára skeið er nú ljóst að að efnahagslífið mun ganga í gegnum tímabundna erfiðleika. Hvort sem um skell eða mjúka lendingu verður að ræða ræðst af samspili fjölmargra þátta, s.s. aðgerðir hins opinbera, afkomu fjármálastofnana, aðlögun krónunnar, endanlegri niðurstöðu samninga og síðast en ekki síst hve langan tíma tekur að endurvinna traust á erlendum lána- og verðbréfamörkuðum. Viðskiptin í Geysir Green Energy (GGE) gætu einmitt orðið til þess að auka tiltrú manna á Íslandi.

Annað sem vert er að hafa í huga en það er að tækifærin á Íslandi liggja í orkugeiranum, þeirri þekkingu sem þar liggur og frekari orkunýtingu auðlindanna. Nú er m.a. rætt um stórtækar gagnaveitur en sú starfsemi þarfnast mikillar orku. Ógrynni tækifæra liggja m.a í nýtingu háhitans, sem gæti hjálpað til þess að skapa ró um frekari uppbyggingu í orkugeiranum, í stað virkjana fallvatna í sama mæli og áður. Enn eru og fjölmörg tækifæri til uppbyggingar stóriðju, ef menn kjósa að fara þá leið. Áliðnaðurinn veltir nú mun stærri upphæðum en allur þorskiðnaðurinn og því e.t.v kominn tími til að huga að uppbyggingu annars konar stóriðju, sem slær ekki alveg í sama takti.

Gríðarlega upphæðir virðast vera í húfi hjá GGE, tæplega 50 milljarðar í sameiningu við Enex. Hvernig væri nú að einhverjir duglegir blaðamenn settust niður og gerðu okkur áhugasömum betur grein fyrir áformum þessa stóra félags, hver starfsemi þeirra er í dag, afkomuhorfur o.s.frv. Hvenær ætla fjölmiðlar á Íslandi að gefa almenningi betri innsýn í heim viðskiptanna? Ekki bara enduróma afkomutölur, slæm tíðindi erlendis frá eða illa grundaðar skuldalýsingar frá Háskólanum? Getur verið að þeir ráði ekki við slíkt, er það m.a. ástæðan fyrir slakri upplýsingagjöf og litlum skilningi fjölmiðlamanna á þessu sviði? Við skulum vona að það sé ekki vagna þess að það er í hag eigenda sumra þeirra, því fréttir m.a. af erfiðleikum bankanna hafa hrist upp í fólki og valdið því óþarfa áhyggjum.


mbl.is Goldman Sachs og Ólafur Jóhann kaupa hlut í GGE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Geysir Green Energy á 100% í Jarðborunum sem er að stofni til eitt elsta fyrirtæki í þþessum bransa. Dótturfyrirtæki þess hafa verið með allmikla starfsemi á Azoreyjum þar sem fjöldi borhola er að baki bæði fyrir gufu, heitt og kalt vatn. Nú er þar rekið jarðhitaorkuver með jarðgufu sem Jarðboranir boruðu.

Það vakti athygli á sínum tíma að okkar menn gengu fumlaust til verka. Mörg önnur borfyrirtæki voru með verkefni á Azoreyjum við misjafnan árangur. T.d. komu lausu jarðlögin samkeppnisaðilum okkar manna hjá Jarðborunum í koll en þeir vöruðst ekki þá hættu að holurnar hrundu saman og allt stóð fast með tilheyrandi töfum og vandræðum. Okkar menn fóðruðu holurnar með stálrörum og höfðu reynslun fræá Íslandi. Áætlanir um verklok og afhendingu stóðust ætíð og unnt var að halda næstu verkefnum áfram meðan hin fyrirtækin stóðu jafnvel allt að því ráðþrota gagnvart þessum vanda. Nú er yfirleitt ekki samið við aðra en Jarðboranir á Azoreyjum en þar eru aðstæður mjög líkar og hér á Íslandi.

Þá hefyur verið stofnað nýtt dótturfyrirtæki Jarðborana í Þýskalandi, Hekla Energy GmbH. Töluvert má lesa um þessi mál á heimasíðu Jarðborana sem og ársskýrslum. Jarðboranir voru í eigu Atorku sem seldi Geysir Green Energy. Atorka á um 43% í GGE sem á um þriðjungs hlut í Hitaveitu Suðurnesja.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.3.2008 kl. 08:46

2 identicon

hvað skyldi frumkvöðlar bormenn íslands fá mikið fyrir að menn geti gert svona stóra hluti út í heimi  er þeirra verk metin að verðleikum eða er þeim hent út í horn sem hvert annað rusl ?

bjarni pm (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 09:34

3 Smámynd: Ólafur Als

Takk kærlega fyrir innlegg þitt hér, Guðjón Jensson.

Ólafur Als, 11.3.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband