11.3.2008 | 14:27
Alríkisbankinn til aðstoðar ...
Markaðir tóku einnig við sér vestanhafs þegar þeir opnuðu í morgun að þeirra tíma. Dow Jones Industrial, Nasdaq og S&P500 hækkuðu öll um og yfir 2% fjlótlega eftir opnun. Auk aðgerða bandaríska alríkisbankans, en EKKI seðlabankans eins og stendur í frétt Mbl.is, hefur Evrópusambandið samþykkt yfirtökutilboð Google á DoubleClick upp á 3,1 milljarða dali. Alríkisbankanum er ætlað að veita fjármálafyrirtækjum og lánastofnunum allt að 28 daga aðgang að lánsfé, í samstarfi við seðlabanka víða um heim. Þessu inngripi er ætlað að auka tiltrú á verðbréfamörkuðum og slá á áhyggjur yfir slæmri lausafjárstöðu margra.
Hver veit nema alríkisbankinn vestanhafs muni létta íslensku bönkunum róðurinn í leit þeirra að lánsfé. Á meðan olíuverð heldur áfram að hækka má segja að inngrip bandaríska alríkisbankans nú muni endurheimta tiltrú fjárfesta og lánastofnana að nokkru og ná að smyrja hjól hins alþjóðlega viðskiptaumhverfis þar sem þörf var á. Ef tiltrú heldur áfram að vaxa á mörkuðum er hér um gott dæmi að ræða þar sem hið opinbera vald getur rétt markaðshagkerfinu hjálparhönd, öllum til góða. Forvitnilegt verður að sjá hvernig mörkuðum reiðir af er tekur að líða á daginn og hvert stefnir næstu daga.
Markaðir hækka vegna aðgerða bandaríska seðlabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Facebook
Athugasemdir
Seðlabankar heimsins mokuðu sem samsvarar þúsund milljörðum dollara (samsv. 70 þúsund milljörðum króna) í fallít fjármálakerfi fyrir áramótin og hafa markaðir hrunið síðan þrátt fyrir það þannig að ég geri ekki ráð fyrir að þetta síðasta útspil hafi mikið að segja heldur. Þetta eru mest gluggaskreytingar.
Baldur Fjölnisson, 11.3.2008 kl. 15:50
Aksjónin í dag er upp um sirka tvo millimetra á þessu línuriti. Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 11.3.2008 kl. 16:05
Takk fyrir góða athugasemd, Baldur.
Hins vegar er vert að gera sér grein fyrir að "gluggaskreytingar" geta haft mikil áhrif. Lítil þúfa getur velt stóru hlassi og það sem skiptir máli í þessum geira er m.a. tiltrúin. Evrópumarkaðir róuðust er á daginn leið og skiluðu víðast um og yfir hundraðshlutanum í aukningu (að vísu nokkru minna í Danmörku) og útlit fyrir svipaða sögu vestanhafs. Við skulum sjá hverju fram vindur næstu daga og vikur - fyrr verður ekki hægt að sjá hvort gluggaskreytingin hafi haft nokkur áhrif eður ei.
Ólafur Als, 11.3.2008 kl. 17:44
Absalútt, markaðir byggjast á sálfræði - en líka tæknilegum og stærðfræðilegum atriðum. Bandar.markaður (sem allir aðrir markaðir elta) hefur verið að rokka í "range" síðan í janúar frá þetta 12000 til 12600 eftir að hafa fallið frá rúmum 14000. En þetta gekk ekki lengur og hann féll niður úr þessu tæknilega range niður í rúml. 11700 sem ekki boðaði gott og því sjáum við þessa gluggaskreytingu sem er meira huglæg en efnisleg. 200 milljarða dollara er varla hægt einu sinni að kalla dropa í hafinu þegar credit default swap markaðurinn (tryggingar kerfisins sjálfs gegn eigin hruni) er upp á 45 þúsund milljarða dollara. Seðlabankar hafa því orðið að eins konar bílasölum eða auglýsingahönnuðum í kerfi sem hefur vaxið þeim langt yfir höfuð.
Baldur Fjölnisson, 11.3.2008 kl. 19:36
Hr. Ólafur, málið snýst um að Federal Reserve er að lofa fjármálafyrirtækjum sem sitja uppi með silljónir í vafasömum eða verðlausum pappírum að taka þetta góss sem "tryggingu" fyrir "tímabundnum" fjárframlögum. Sem að sjálfsögðu þýðir að "hið opinbera" mun á endanum taka þetta vafasama góss endanlega á sig og afskrifa það. Guð má vita hversu mikið þetta er en sennilega er það upp á trilljónir dollara (trilljón $ = $1.000.000.000.000) og sem dæmi eru efnahagsreikningar fjárfestingabanka á borð við Lehman Brothers og Bears Stearns upp á eitthvað um þrítug- til fertugfalt eigin fé þeirra !
http://finance.google.com/finance?q=NYSE%3ALEH
Þannig að þessi fyrirbæri geta í rauninni gufað upp svotil á einni nóttu. Örvænting og villtar markaðshreyfingar eru afar skiljanlegar í þessu ljósi.
Baldur Fjölnisson, 11.3.2008 kl. 19:54
Þessi vitleysa þrífst ekki síst á skorti á raunverulegri umræðu og þar starfar saman maskína sem skapar veruleikahönnun þína sem ég hef oft fjallað um hér á blogginu, það eru verðbréfauppkjaftarar, pólitískar hórur og auglýsingaruslpóstur sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar. Ofurskuldsett hóra fer varla að fjalla mjög krítískt um það sem heldur henni gangandi. Það myndi bara kosta tekjuhrun og hver vill slíkt.
Baldur Fjölnisson, 11.3.2008 kl. 22:02
Baldur, ekki ætla ég að þvertaka fyrir annars litríka lýsingu þína. Ef til vill er hin kapítalíska umgjörð hálfgerð hóra - en hún hefur til þessa skaffað vel og hún mun halda áfram að gera það, til hagsbóta fyrir mig og þig.
Ólafur Als, 11.3.2008 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.