Obama eykur forskot sitt - baráttan harðnar

Obama jók forskot sitt um nokkra fulltrúa í forvalinu í Mississippi í gær. Hann hefur nú alla vega 162 fleiri kjörna fulltrúa en Clinton en sem fyrr hefur frúin nokkuð fleiri súper-fulltrúa, sem gerir það að verkum að heildar forysta Obama er um 130 fulltrúar. Næsta forval er ekki fyrr en 22. apríl og því nægur tími fyrir frambjóðendur að undirbúa sig fyrir síðasta stóra slaginn í Pennsylvania. Slagurinn hófst reyndar fyrir nokkru. Reyndar er orðið ljóst að Clinton getur tæpast fengið nógu marga fulltrúa til þess að fara fram úr Obama í þeim ríkjum sem eftir eru.

Ríkisstjóri Pennsylvaniu, Ed Rendell, styður Clinton en hefur einnig gefið að hann styddi sameiginlegt framboð Obama og Clintons, sama hvort þeirra yrði í forystu, og þar með sjá Demókrataflokkinn sameinaðan í stað sundraðan eins og hann virðist nú vera. Hann, ásamt ríkisstjóra New Jersey, Jon Corzine, berjast nú fyrir því að forval verði haldin að nýju í Florida og Michigan en eins og menn vita ákvað miðstjórnin að útiloka fulltrúa þeirra ríkja frá að kjósa á landsþinguna vegna þess að flokksdeildirnar í þeim ríkjum fylgdu ekki reglum flokksins um dagsetningar forvalanna.

Úr herbúðum beggja frambjóðenda er nú skotið föstum skotum að andstæðingnum. Clinton verður tíðrætt um reynsluleysi Obama en skreytir jafnframt sjálfa sig með frásögnum af aðkomu hennar t.d. í utanríkismálum. Alls kyns aðilar eru til kallaðir til þess að vitna um fundi sem frúin hefur setið, orð sem hún hefur látið falla og áhrif á friðarumleitanir í forsetatíð mannsins hennar. Í ljós hefur komið að hún hefur ekki átt inni fyrir öllu sjálfshólinu. Nú er mikið rætt um hlutverk forsetans sem æðsta yfirmanns herafla og sem fyrr er Clinton ekki spar á að benda á sjálfa sig.

Í herbúðum Obama segja menn að framboð Clintons, sem byggist að stóru leyti á reynslu senatorsins, verði að geta bakkað upp sumar þessara fullyrðinga um reynslu. Ellegar stendur upp úr að Clinton ber á borð ýkjusögur um sjálfa sig og falsásakanir um mótframbjóðenda hennar og slíkt er ekki ásættanlegt þegar öryggismál þjóðarinnar eru annars vegar. Þessi skarpa gagnrýni á Clinton er höfð eftir Greg Craig, sem áður starfaði náið með Clinton stjórninni, m.a. að öryggismálum.


mbl.is Obama vann í Mississippi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband