Vandræðalegt fyrir Demókrata og sérílagi Hillary

Ríkisstjóranum var, eins og gefur að skilja, ekki stætt á að vera lengur í embætti, sérstaklega ef tekið er mið af hans helstu baráttumálum. Ekki ósvipað og ef upp kæmist að Steingrímur J. væri í raun frjálslyndur! Brátt mun Spitzer verða gleymskunni að bráð, hans mun alla vega ekki bíða nein framtíð í stjórnmálum. Hins vegar er verra að hann hafi verið ötull stuðningsmaður Clintons, en grínistarnir vestanhafs minna frambjóðandann frá New York óspart á hneykslismál eiginmanns hennar nú. Einn brandarinn gengur m.a. út á að nú sé Hillary ekki lengur reiðasta eiginkonan í New York, heldur Silda Wall, eiginkona hr. Spitzers.

Demókratar mega helst ekki við skandal af þessu tagi nú. Repúblikanar eru vitanlega Guðs lifandi fegnir, enda hafa þeir séð um þessi mál um all langt skeið. Hillary Clinton þarf alls ekki á því að halda að eiginmaður hennar verði gerður að athlægi, enn eina ferðina. Slíkt getur ekki verið hennar baráttu til framdráttar. Spitzer, sem hafði verið í forsvari fyrir upprætingu á spillingu hafði m.a. fengið viðurnefnið Elliot Nesh, eftir hinni óspilltu hetju kvikmyndarinnar "Teh Untouchables". Ef Spitzer hefði ekki sagt af sér hefði hans beðið ákæra til frávikningar, sem skv. skoðanakönnunum stór meirihluti New York búa hefðu stutt.


mbl.is Eliot Spitzer sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll félagi, forusta Obama virðist nú samt langt frá því að vera örugg. því líkur eru á að Clinton fari langt með að slétta hana út í Pennsylvaníu en þer málist hún nú með 22% forystu. Ef Obama tækist að slétta þetta út (sem ég tel afar ólíklegt) held ég að hann verði í framboði.

Sigurður Þórðarson, 12.3.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Vandræðalegt fyrir frúna líka!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.3.2008 kl. 17:37

3 Smámynd: Ólafur Als

Siggi,

það eru ekki nógu margir fulltrúar eftir í pottinum til þess að Clinton eigi möguleika - hún þyrfti að fá 2/3 atkvæða í þeim átta ríkjum sem eftir eru og það mun hún ekki fá. Meira að segja naumur sigur hennar í Texas færði henni ekki fleiri fulltrúa, því Obama sigraði í þeim hluta forvalsins sem var lokaður og fékk samtals fleiri fulltrúa.

Forysta Clintons hefur eitthvað aukist í skoðanakönnunum undanfarið í Pennsylvaniu, liggur á bilinu 10-20%, en var í síðasta mánuði nær 10%. Clinton leggur gífurlega áherslu á Pennsylvaniu, enda er það hennar síðasta hálmstrá. Hún hefur endurskipulagt herferðina fyrir átökin á næstu vikum - en þrátt fyrir sigur mun hún ekki ná Obama, sem nú hefur 131 fleiri fulltrúa en frúin - en Obama mun sigra í meirihluta hinna ríkjanna sem eftir eru næsta örugglega.

Hvorugt þeirra mun þó ná tilætluðum fjölda til þess að tryggja útnefningu fyrir landsþingið í ágúst.

Jóhanna,

ætli maður verði ekki að taka undir það - og er þá vægt til orða tekið.

Kristinn,

þú ert nú búinn að tjá þig nóg hér um McCain þegar þú sagðir að þú vildir hann dauðan - eða var hann kannski réttdræpur í þínum augum? Svona tal dæmir sig sjálf.

En þú ert búinn að átta þig á tölunum, sé ég. Obama mun mæta til leiks með fleiri fulltrúa í Denver en verður m.a. að treysta á að vinna nokkra úr herbúðum Edwards yfir til sín.

Obama er sem ferskur vindur inn í bandaríkst sjjórnmálalíf og ef hann sigraði minn mann, McCain, yrði ég langt í frá óánægður fyrir hönd Bandaríkjamanna.

Ólafur Als, 12.3.2008 kl. 18:54

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Sé ekki hvernig þetta er vandræðalegt fyrir Hillary, ekki gerði hún neitt rangt. Þetta kemur sér illa fyrir demókrata.

Jóhanna, ég held ekki að "vandræðalegt" sé rétta orðið til að lýsa því hvernig fólki líður þegar að upp kemst um framhjáhald maka þeirra.

Sporðdrekinn, 12.3.2008 kl. 19:15

5 Smámynd: Ólafur Als

Sporðdreki (áttu ekki til eigið nafn?),

vandræðin fela m.a. í sér að þetta mál er notað til þess að rifja upp framhjáhald forsetans fyrrverandi. Hver maður ætti nú að geta séð það. Væntanlega fá fjölmiðlar og grínistar eitthvað annað til þess að fjalla um bráðlega - en á meðan er Hillary óbeinn skótspónn gárunganna.

Ólafur Als, 12.3.2008 kl. 19:38

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er ekki laust við að þetta sé áhugavert, jafnvel spennandi. Ég get ekki sagt að ég þekki pólitík þessara manna en ég sé mikinn blæbrigðamun þó ekki sé vegna annars en aldurmunar á McCain og Obama. Kannski eru þeir ekki bara fulltrúar ólíkra tíma heldur sjónarmiða?

Sigurður Þórðarson, 12.3.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband