Norræni háaðallinn í fréttum íslenskra fjölmiðla

Mín fyrstu vidbrögð við svona fréttum eru ávallt: hverjum er ekki sama? Ég meina, er ástarlíf meðlima konungahúsanna í Evrópu, að ekki sé nú talað um uppdiktað konungshús Norðmanna, áhugaverðar fréttir á Íslandi? Hverjum er ekki sama hvort þessu annars ágæti fólki gengur að fjölga mannkyni? Hefur þetta fólk eitthvað fram að færa umfram það að vera fætt inn í yfirstétt norrænna velferðarsamfélaga, þar sem almenningur heldur vart vatni yfir sínu fína fólki? Eru Íslendingar virkilega hugfangnir af þessu norræna gúmmelaði? Erum við svo langt leidd í glansheimi Séð og heyrt tilverunnar að þetta teljist til frétta í helsta netmiðli landsins?


mbl.is Fjölgun væntanleg í norsku konungsfjölskyldunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband