Þessi lækkun er sem tvíeggjað sverð

Hér er sumpart um ágætis fréttir að ræða fyrir eigendur fasteignalána. Alla vega tímabundið. Loksins er komið að því að hlutur fasteignaverðs í neysluvísitölunni verði til þess að slá á hækkun hennar. Að sama skapi á eftir að koma í ljós hve langt þessi lækkun fasteignaverðs nær í þá átt að vega á móti verðhækkunum alls kyns neysluvara á næstunni. Búast má við verulegri hækkun vöruverðs næsta misserið, eins og þróun gengisins hefur verið upp á síðkastið og ekki sér fyrir endann á. Eins og fyrri daginn mun víxlverkun vísitalna gera það að verkum að lánin munu hækka innan tíðar. Á sama tíma mun fasteignaverð standa í stað og jafnvel lækka og þannig verða til þess að eignahlutur fólks í húsnæði sínu minnkar að verðgildi.


mbl.is Íbúðaverð lækkaði um tæpa prósentu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband