15.3.2008 | 02:12
Obama afneitar orðum prestsins, ekki prestinum sjálfum
Obama gaf út einarða yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi málflutning prestsins. Hér er aðallega átt við predikun sem hann hélt yfir sóknarbörnum sínum rétt fyrir jólin síðustu, skömmu áður en hann settist í helgan stein. Í ræðu sinni vék hann að ólíku hlutskipti þeirra Obama og Clinton í ljósi ólíkra kynþátta og félagsaðstöðu. Hann kvað nóg komið af herradæmi ríka, hvíta mannsins í Bandaríkjunum, sem hann sagði Clinton vera hluta af - enda hafi hún ekki kynnst útskúfun svarta mannsins og þeim nafngiftum sem blökkumenn hafi þurft að búa við.
Presturinn var og ómyrkur í máli í predikun í kjölfar hryðjuverkanna ellefta september árið 2001. Hann kvað framferði bandarískra stjórnvalda og hjartalag samlanda sinna hafa kallað yfir sig hryðjuverkin í New York og Washington. Ekki að þau hefðu átt þátt í þeim, eins og mbl.is orðar það og reyndar stórfurðulegt að netmiðillinn klikki á svona löguðu. Þessari túlkun prestsins hefur Obama og afneitað en hefur jafnframt lagt áherslu á að hann hafi leitað til hans um andleg mál, ekki pólitísk, og að hann hafi oft á tíðum ekki verið sammála málflutningi prestsins.
Sóknarprestur Obama veldur uppnámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.