18.3.2008 | 16:16
Obama imprar á kynþáttavandamálum - Florida ekki inni í myndinni
Ræður prestsins hafa verið skoðaðar mikið á YouTube.com og eins og gefur að skilja hefur allt málið skaðað Obama. Hann hefur til þessa forðast að ræða um of kynþáttamál í Bandaríkjunum en getur til lengdar ekki komist hjá því. Hann gerir hins vegar vel í því, að dveljast ekki of lengi í þeirri umræðu. Úr Clinton herbúðunum hafa menn forðast að minnast á predikanir prestsins, vitandi sem er að sérhver ummæli myndu verða rangtúlkuð og líklegast hitta þau verst fyrir heima.
Stóru fréttirnar eru samt þær að nú virðist ljóst að forval mun ekki fara fram að nýju í Florida. Slíkt er ekki einungis vont fyrir Clinton, heldur einnig Demókrataflokkinn í heild sinni, nú þegar dregar nær flokksþingum og sjálfum forsetakosningunum. Í síðustu skoðanakönnunum virðist McCain standa nær jafnfætis bæði Obama og Clinton og hefur staða hans ekki verið jafn sterk fram til þessa. Að Demókratar skyldu ekki geta komið sér saman um að endurtaka forvalið í Florida eru góðar fréttir fyrir Repúblikana, sem hafa vart möguleika á sigri í haust án stuðnings Floridaríkis.
Obama fordæmir ummæli prests | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Facebook
Athugasemdir
Hér er átt við eftir að ljóst var að McCain yrði frambjóðandi Repúblikana eða segjum á þessu ári. Sjá m.a. hér:
http://edition.cnn.com/2008/POLITICS/03/18/candidate.poll/index.html
Annars varstu, Kristinn, beðinn að snúa þér annað, ekki satt?
Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 17:08
Eftir að ljóst var að annað hvort Clinton eða Obama yrðu frambjóðendur Demókrata hafa þeir hvor um sig alla jafna haft betur í skoðanakönnunum - Obama hefur oftast staðið mun betur en Clinton jafnan litlu betur. Nú horfir öðruvísi við, skv. því sem ég hef lesið á CNN - en hér er vitanlega ekki um heilagan boðskap að ræða.
Að öðru leyti ertu minntur á að þú ert ekki velkominn hér eftir framferði þitt í athugasemdum hér síðustu vikurnar, þ.e. ekki fyrr en þú hefur lært mannasiði.
Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 17:26
Kristinn, þú getur einungis ráðið hvað þú setur á eigið blogg, ekki annarra. Einungus þú sérð hægriöfgar í færslunum hér. Vinsamlegast snúðu þér nú annað.
Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 17:56
Athugasemdir eru fyrir fólk sem kann mannasiði!
Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 18:01
Þú ert nú svo úrillur og leiðinlegur, Kristinn Haukur "Kierúlfur", þegar þú mætir hjá öðrum með rausið þitt, að ég mæli með því að þú farir að hætti þeirra sem þú skrifaðir um í MA ritgerð þinni; Bregðir þér í suðurgöngu, t.d. til Jórsala og fáir útrás þar. Suður í Aazaborg, tvær dagleiðir frá Jórsölum er til fólk sem gæti hugsanleg líkað vel við þig og geðillskuna í þér, og ég tala nú ekki um krossferð þína gegn "hægriöfgaöflum".
Ef menn eru beðnir um að halda sig í burtu, er það lágmarkskurteisi að verða við þeirri bón. Þú ert sjálfur með blogg, þótt lítilfjörlegt sé. Mikið væri nú gaman að sjá þig miðla af visku þeirri sem þú hefur byggt upp við þá menntun sem þú hefur fengið í HÍ. Ég gæti vel hugsað mér að lesa ritgerð þína og eitthvað um miðaldafræði. Þú ert kannski komin með skriftarkrampa.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.3.2008 kl. 07:13
Kristinn, vertu nú góður strákur og snúðu þér annað. Þú ert þegar búinn að koma óorði á hið góða nafn Kjerúlf með dónaskap um víðan völl. Sem fyrr getur þú sjálfur bloggað og rætt við þá sem eru á svipuðu vitsmuna- og þroskastigi og þú - en beðið aðra um að snúa sér annað. Ef þeir kunna mannasiði, verða þeir að sjálfsögðu við því.
Ólafur Als, 19.3.2008 kl. 09:27
Vinsamlegast snúðu þér annað, Kristinn.
Ólafur Als, 19.3.2008 kl. 15:43
Kristinn, sérðu ekki hve sjúklega hegðun þín er? Snúðu þér nú að því að sinna vinnunni þinni - ekki er víst að stúdentar séu hrifnir af því að þú sért að skandalísera þig í bloggheimi á þeirra kostnað.
Ólafur Als, 19.3.2008 kl. 16:38
Sinntu nú einhverju öðru en að angra fólk hér, Kristinn.
Ólafur Als, 19.3.2008 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.