27.3.2008 | 15:03
Ekki þessa vitleysu, takk fyrir!
Margt þarfara liggur fyrir í málefnum borgarinnar en þessi draumsýn. Liggur kostnaðurinn ekki fyrir frá síðustu athugun? Bætið nokkrum tugum prósenta við og niðurstaðan er fengin. Hugum að þéttingu byggðar áður en við gefum okkur hana í ímynduðum útreikningum. Sjálfur vil ég flugvöllinn út í skerin vestan við borgina og uppbyggingu í Vatnsmýrinni. Tekjur af sölu lands mæta kostnaði af uppbyggingu flugvallar á Lönguskerjum og rúmlega það - og þá er sparnaðurinn af því að sleppa samgöngum af þessu tagi hrein búbót.
Höfuðborgarbúar hafa enn ekki séð ástæðu til þess að flykkjast í strætisvagna, þrátt fyrir að bensínverð hafi hækkað upp úr öllu valdi - hvað fær menn til þess að ætla að það breytist með tilkomu lestarsamgangna í borginni? Ef menn vilja í alvöru gera eitthvað í umhverfismálum væri nær að styrkja rannsóknir á því hvernig Íslendingar, með hjálp orkunnar sinnar, geti framleitt sitt eigið eldsneyti - og þá geta landsmenn keyrt af hjartans lyst á sínum fjórhjóladrifnu einkabílum án þess að óttast að menga andrúmsloftið.
Borgarráð skoðar hagkvæmni lesta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Facebook
Athugasemdir
Það er búið að gera slíka úttekt... þannig að ég er sammála þér í því að þetta er óþarfi.
Reynir Jóhannesson, 27.3.2008 kl. 15:21
Ég vil ekki færa flugvöllinn strax því þá munu sömu þorskhausarnir skipuleggja svæðið sem losnar eins og sáu um að skipuleggja Skuggahverfið.
Af tvennu illu vil ég heldur flugvöllinn. Kannski sonur minn ætti að fá að hanna byggðina þarna seinna, hann er þrettán ára núna....
---
Ef flugvöllurinn verður færður, t.d. út í skerin eða í grennd við álverið, hvernig væri þá að hafa flugstöðina annars staðar og tengja flugbrautina við flugstöðina með léttlest? Fólk gæti tékkað sig inn í flug í miðbænum, afhent töskurnar og beðið þar, en sest svo í lestina með nokkurra mínútna fyrirvara þegar flugvélin fer. Enga flugstöð þyrfti nálægt brautinni, og enga akvegi eða bílastæði...
Kári Harðarson, 27.3.2008 kl. 15:23
Flugvöllur í Lönguskerjum sinnir þörfum um öryggi, flugvöll í næsta nágrenni Reykjavíkur, viðhald þeirrar starfsemi sem tilheyrir fluginu innan höfuðborgarinnar OG losar gríðarlega flott byggingarland.
Kári, ég tek að nokkru undir áhyggjur þínar í skipulagsmálunum en verður maður ekki að vona að menn læri, þó seint sé?
Ólafur Als, 27.3.2008 kl. 15:29
Gæti verið sniðugt... kolrangur tími til að vera að skoða þetta enda nóg að gera í efnahagsmálum, og nóg annað fyrir stjórnvöld að einbeita sér að, en svona dýrt batterý. En það er sama, gæti verið þrælsniðugt að koma upp lest milli flugvallar og miðborginni, og kannski léttlestarsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu... veit reyndar ekki hvernig í ósköpunum þeir ætla að fara að þvæla því inní eitt versta borgarskipulag sem menn hafa augum litið.
Ein af meginástæðum þess að fólk kýs ekki að notast við strætisvagna er í raun sáraeinföld. Þetta er ekki ódýr fararkostur (gæti verið mun ódýrari til að laða fleiri að) held það kosti um 5.000 kr. á mánuði (þori þó ekki að fullyrða), ég sjálfur hef eytt 8.500 kr. í bensín þennan mán. og á enn nóg eftir til að fara í og úr vinnu, á frekar kostnaðarsömum bíl. Þó svo að bíllinn sé auðvitað með aukalegum kostnaði, svo sem tryggingum og t.d. afborgunum (eigi fólk ekki bílinn) þá er það þægilegri farakostur, sérstaklega ef 2 eða fleiri þurfi að komast að heiman á stað, sem þýðir í strætó, 2-3faldur grænakortið, samsvarar 10-15.000 kr.
Önnur ástæða er auðvitað hringavitleysa þeirra manna sem skipuleggja leiðarkerfi þessara vagna, enda tekur það fólk um klukkutíma að komast til minnar vinnu, þaðan sem ég bý, meðan ég sjálfur er 8-10 mín í mesta lagi. Ber að nefna að þetta er 6 km leið.
Sest enginn við hliðina á þér sem þú vilt ekki hafa við hliðina á þér í þínum eigin bíl og fer að spjalla við þig um eitthvað sem þú vilt ekki spjalla um :D við einhvern sem þú vilt ekki spjalla við, nema í versta falli makinn eftir rifrildanótt :P
ViceRoy, 27.3.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.