Clinton gefur McCain veika von

Hví ekki að halda áfram? Ekki svo að skilja að frúin hafi möguleika á sigri. Hún er, hvernig sem hún sjálf lítur á málið, stærri en flokkurinn og allir aðrir frambjóðendur. Reyndar blása vindar gegn Repúblikönum þessi dægrin. Demókrötum virðist treyst betur til verka á öllum sviðum og slæmt gengi núverandi forseta er McCain hindrun. Hann er annars ágætlega liðinn víða, einnig af fjölmörgum Demókrötum, en vandamálið kann að vera að hann hrífur ekki marga í lið með sér. Hann kveikir ekki beinlínis eldmóðinn í fólki, þrátt fyrir að vera vel liðinn.

Obama og Clinton eru vinsæl á meðal stuðningsmanna sinna en utan þeirra nær hrifningin ekki djúpt, reyndar er sérdeilis mikil andúð á Clinton, jafnvel á meðal sumra stuðningsmanna Obama. Að sama skapi eru fjölmargir stuðningsmanna Clinton sem geta ekki með neinu móti hugsað sér að kjósa Obama. Klofningurinn innan Demókrataflokksins, sem birtist í þessari gjá á milli stuðningsmanna Demókrata, er sú von sem framboð McCains hvílir á og þessa dagana fóðrar Clinton þessa von með því að halda áfram baráttu sinni, þó svo að Obama muni sigra næsta örugglega.


mbl.is Clinton ekki af baki dottin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband