14.5.2008 | 08:26
Clinton gefur McCain veika von
Hví ekki að halda áfram? Ekki svo að skilja að frúin hafi möguleika á sigri. Hún er, hvernig sem hún sjálf lítur á málið, stærri en flokkurinn og allir aðrir frambjóðendur. Reyndar blása vindar gegn Repúblikönum þessi dægrin. Demókrötum virðist treyst betur til verka á öllum sviðum og slæmt gengi núverandi forseta er McCain hindrun. Hann er annars ágætlega liðinn víða, einnig af fjölmörgum Demókrötum, en vandamálið kann að vera að hann hrífur ekki marga í lið með sér. Hann kveikir ekki beinlínis eldmóðinn í fólki, þrátt fyrir að vera vel liðinn.
Obama og Clinton eru vinsæl á meðal stuðningsmanna sinna en utan þeirra nær hrifningin ekki djúpt, reyndar er sérdeilis mikil andúð á Clinton, jafnvel á meðal sumra stuðningsmanna Obama. Að sama skapi eru fjölmargir stuðningsmanna Clinton sem geta ekki með neinu móti hugsað sér að kjósa Obama. Klofningurinn innan Demókrataflokksins, sem birtist í þessari gjá á milli stuðningsmanna Demókrata, er sú von sem framboð McCains hvílir á og þessa dagana fóðrar Clinton þessa von með því að halda áfram baráttu sinni, þó svo að Obama muni sigra næsta örugglega.
Clinton ekki af baki dottin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.