Fórnarlamb?

Nei, heyriði mig nú alveg. Maðurinn ætlar að útmála sig sem fórnarlamb í stöðunni. Ólafi var boðið upp í dans og hann þáði boðið. Að hann skyldi reynast dansa svo sérkennilega, að eftir væri tekið, þarf ekki að koma manninum á óvart. Það var öllum ljóst að hér var ekki allt með felldu og þeir sem ætla að halda einhverju öðru fram eru ekkert nema hræsnarar. Hér er ekki vísað í persónuleg mál Ólafs eða aðstæður að baki sjúkravottorði, heldur hans stjórnunarstíl, ákvarðanatökur og áherslur í málefnum borgarinnar. Að ekki sé nú talað um skringilega framkomu gagnvart fjölmiðlum.

En það er ekki nema von að hann sé nokkuð sár - hver væri það ekki við þessar aðstæður? Hann mun nú snúa sér að því sem hann gerir e.t.v. best; að benda á bresti hér og þar en fyrir alla muni að koma honum í burtu frá skipulagsmálum og tengdum verkefnum. Borgarstjóratíð Ólafs verður því miður minnst fyrir hans mistök en ekki sigra. Margt er reyndar á huldu, á köflum hefur ekki náðst í manninn og samstarfsflokkurinn hefur á köflum verið í felum einnig og boðið borgarbúum upp á vandræðalegar þagnir. Vonandi er það nú að baki og að við fáum að sjá kvenskörung stíga á stokk og gera tilraun til þess að bjarga pólitískri ásjón borgarinnar.


mbl.is Ólafur: Blekktur til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband