18.8.2008 | 02:45
Ótrúlegt ... óverðskuldað stig?
Hvað skal segja um svona leik? Í raun fannst mér ekki íslenska liðið eiga skilið stig úr þessari viðureign. Tilfinning mín fyrir leiknum var slæm allan leikinn, Egyptar fengu að leika listir sínar óáreittir á löngum köflum - sem fór verulega í taugarnar á mér - og var ótrúlegt að sjá hve greiða leið ýmsir leikmenn Egypta áttu í uppstökk fyrir utan. Sóknarleikur þeirra byggðist á síendurteknum klippingum inn á miðjusvæðið, sem var reyndar flott að sjá á köflum, en sérkennilegt að miðjan skyldi ekki þétta sig gegn þessum æfingum Egyptanna.
Aldrei þessu vant var ég sammála þulinum, sem síendurtekið kallaði eftir breyttu hugarfari í leik strákanna. Að þeir hafi girt sig í brók í lokin og komist frá leiknum án þess að þurfa að skammast sín er ekki alveg nógu gott. En stig fékkst og þar með 6 stig í riðlinum. Reyndar gátum við ekki lent neðar en í þriðja sæti í riðlinum og þrátt fyrir að hafa fengið stig nú gæti sú niðurstaða eftir sem áður orðið ofan á, þ.e. þriðja sætið. Við gætum reyndar einnig lent í fyrsta sæti ef Rússar vinna og Þjóðverjar og Danir gera jafntefli.
Aftur gerði Ísland jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
rangt... við getum EKKI lent í fyrsta sæti. Kórea er með 6 stig og vann okkur.... innbyrðis viðureign.
Bjarni (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 03:25
Bjarni;
Ef Þýskaland hefði gert jafntefli við Dani þá hefðu Ísland, Þýskaland og S-Kórea endað með 6 stig og Ísland orðið í efsta sæti á besta skorinu í innbyrðis viðureignum þessara liða:
Ísland plús 3
Þýskaland slétt
S-Kórea mínus 3
Ólafur Als, 18.8.2008 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.