9.12.2008 | 19:16
Tímabær aðgerð ...
Um langt árabil þykir mér sem neytendasamtökin og starfsemi þeirra hafi ekki verið nógu sýnileg. Íslenskir neytendur hafa jafnframt sýnt samtökunum lítinn áhuga og er það e.t.v. til marks um tvennt:
Annars vegar getuleysi samtakanna og hins vegar hve íslenskir neytendur eru lítt meðvitaðir um samtakamátt sinn.
Um seinna atriðið er ég sannfærður, þó svo að margar fjölskyldur þurfi að horfa í hverja krónu við innkaup. Jafnvel í lágvöruverðsverslunum sér maður fjölmarga grípa hverja vöruna á fætur annarri án þess að gefa verðinu gaum. Um fyrra atriðið tel ég að neytendasamtökin hafi lengi verið hornreka í fjölmiðlaumfjöllun og áhrifamáttur þeirra hefur verið takmarkaður - af ýmsum orsökum væntanlega, m.a. fjárskorti. En þar reynir á sjálf samtökin að koma sér á framfæri og virkja neytendur í lið með sér. Lítið hefur til neytendasamtakanna sést á því sviði.
Hver veit nema samtökin geti raunverulega komið neytendum til góða og hver veit nema að þeim vaxi fiskur um hrygg í því ástandi sem nú ríkir. Ekki veitir nú af að standa e.k. neytendavakt enda eru fjölmiðlar slakir á þessum vettvangi, hvað sem líður einstaka neytendaumfjöllun doktora eða annarra ...
Birta lista yfir lækkanir birgja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.