10.12.2008 | 16:45
Ef þetta væri nú einungis aðhlátursefni ...
Ef íslenska og breska efnahagskerfið eru borin saman má sjá að uppgangur í bresku efnahagslífi hefur síðasta áratuginn verið borinn uppi af fjármálakerfinu - ekki ósvipað og hér. Fyrirtæki í Bretlandi eru stórskuldug, ekki ósvipað og hér og skulda margfalda þjóðarframleiðslu - ekki ósvipað og hér. Breska ríkið skuldsetur sig þessa dagana upp í rjáfur, til þess að koma skikk á eigið fjármálalíf - ekki ósvipað og hér er verið að gera. Grín er gert að Brown og hans stjórn - ekki ósvipað og hér. Það sem skilur á milli er að við þurfum að skuldsetja okkur upp fyrir rjáfur, ef áætlanir um lánapakka IMF ganga eftir og IceSave skuldirnar reynast meiri en ráðalausir ráðamenn segja frá. Væntanlega mun, mun meiri.
Íslensk fyrirtæki skulda margfalda þjóðarframleiðslu. Íslensk heimili skulda einnig mikið og nú á að skuldsetja íslenska ríkið upp á eitt stykki þjóðarframleiðslu - eða jafnvel meira. Hvað áætla menn annars að afborganir af höfuðstóli þessara skulda, vextir og kostnaður nemi á næstu árum? Varlega áætlað geta skattgreiðendur gert ráð fyrir að meira en tíundi hluti minnkandi tekna muni fara í þetta á næstu 30 árum eða svo. Ef þjóðartekjur vaxa ekki verulega innan fárra ára gæti mun stærri hluti launatekna á næstu árum farið í pakkann.
Hugleiðum það.
Gordon Brown bjargar heiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Facebook
Athugasemdir
Förum aftur í tímann og hugleiðum orð höfundar !
"Eftir standa ýmsir virðulegir stórlaxar og fræðimenn, sem eru komnir eilítið úr takt við raunveruleikann og finnst sem ungu mennirnir virði ekki góða siði sem urðu til á þeirra mektartíma."
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/165648/
Ingólfur Þór Guðmundsson, 13.12.2008 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.