11.12.2008 | 17:25
Bjargráð sem skapa enn stærri vandamál?
Í viðskiptum er stundum sagt að lausn eins vandamáls skapi annað. Ef vel tekst til verða vandamálin minni en ekki stærri. Til skamms tíma litið kunna bjargráð ríkisins að bjarga störfum þar vestra. Það er sú lausn sem horft er til og slíkar lausnir eru alla jafna stjórnmálamönnum tamar. Hvaða vandamál munu fylgja í kjölfarið, eru menn ekki á einu máli um. Þeir sem aðhyllast félagshyggju og ríkisforsjá með einum eða öðrum hætti telja sig leysa mun fleiri vandamál en þeir skapa. Þeir horfa, sem vonlegt er, til þess samfélagslega skaða, sem af hruni stórfyrirtækja getur orðið.
Frjálshyggjumenn benda á að með þessu sé vandanum einungis ýtt á undan sér og á endanum skapi þessi "lausn" stærra vandamál. Þeir benda á, að með því að færa fé úr vasa skattborgaranna og betur rekinna fyrirtækja í hendur illa rekinna fyrirtækja, sé komið í veg fyrir endurnýjun og nýsköpun. Á endanum verði ekki komið í veg fyrir sársauka, hann einungis aukinn. Í dæmi bifreiðaframleiðanda þar vestra sé farsælast að láta fyrirtækin fara á hausinn og gefa rúm fyrir nýja eigendur og nýja stjórnendur sem betur geti sinnt því að framleiða bíla sem neytendur vilja kaupa. Samfélagslegur kostnaður verði með því minni og því meira fé aflögu til þess að skapa önnur og betri störf.
Satt best að segja hneigist ég að því sem sérfræðingar á væng frjálshyggjunnar segja. Meira um það síðar.
Hafa ekki efni á þroti bílaframleiðendanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér. Ég skrifaði eftirfarandi í tengslum við aðra frétt um björgun bílaframleiðenda:
"Ég held að það sé kominn tími til að láta þessa steingerfðu bílaframleiðendur hverfa vega allrar veraldar. Peningunum sem á að verja til að bjarga þeim væri betur varið til annars og gæti skapað fleiri störf og arðvænlegri en þau sem tapast þegar bílaframleiðendurnir leggja upp laupana. Nú er tími til að hreinsa loftið, sópa burt gamla draslinu og hleypa nýju fersku lofti inn.
Það er nóg komið af bruðli, spillingu og ofurlaunum. Ef forstjórar þessara fyrirtækja kvarta, þá á að láta þá fá skóflu og segja þeim að nú geti þeir mokað skurð fyrir ríkið og fái 5 $ á tímann fyrir. Það er búið að borga þessum köllum allt of mikið mikið í bónusa og einkaþotuferðalög meðan þeir hafa stýrt þessum fyrirtækum til glötunar. Nú er mál að slíku linni, annars blasir algert hrun við. "
Hörður Þórðarson, 12.12.2008 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.