13.12.2008 | 14:32
Óráðshjal Samfylkingarinnar heldur áfram
Enn á ný er forysta Samfylkingarinnar ráðavillt í málflutningi sínum. Svo virðist sem hún viti ekki hvað hún vill og í stað þess að flytja mál sitt af festu og einurð í ríkisstjórn þá kýs hún að flytja sitt óráðshjal í fjölmiðlum. Á meðan forysta Sjálfstæðisflokksins er sem lömuð eru einu ráð Samfylkingarinnar að falbjóða sig ESB. Skítt með aðsteðjandi vanda þjóðarinnar. ESB reddar málunum fyrir okkur.
Þó svo að þjóðin kalli eftir breytingum vill hún sjá að tekið sé á aðsteðjandi vanda sem snýr að heimilunum, fyrirtækjum og skuldsetningu ríkisins. Sá pólitíski vandi, sem snýr að þrælsetningu embættismanna í Seðlabanka og fjármálaeftirliti og mistökum einstaka ráðherra hefur gert Samfylkinguna óstarfhæfa í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hún eyðir mun meiri tíma í að grafa undan samstarfinu og er sem ráðalaus í hverju málinu á fætur öðru.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt veikleikamerki en svo virðist sem gerjun sé loks að fara af stað innan flokksins, Vont er ef hún verður til þess að falla á hné og kalla eftir ESB aðild. Vandinn er mikill, og til þess að takast á við hann verður að leggja spilin á borðið. Tala tæpitungulaust. Verja þarf heimilin í landinu og þá tekjulægri við skattaálögum. Aðrir þurfa að taka á sig stærri byrðar. Atvinnusköpun og uppbygging þarf að hefjast sem fyrst á grundvelli nýrrar peningastefnu - og jafnvel nýs gjaldmiðils. Verkefnin eru næg og ekki ráðlegt að treysta á lausnir frá Brussel. Þær hafa til þessa kostað þjóðina nóg.
Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er það forsenda fyrir því að vilja ganga Brussel á hönd að maður trúi á jólasveininn? Eru engin takmörk fyrir því hverju hægt er að ljúga upp á fólk?
- erum við að tala um sama forsætisráðherra og vill gera allt sem í hans valdi er til þess að vilji þjóðar hans nái ekki fram; að nú eigi að fara í enn eina atkvæðagreiðsluna til þess að troða upp á enn eina þjóð innan ESB samruna sem henni er ekki að skapi? Er ekki ljóst að lýðræðisástin hjá ráðandi öflum í ESB nær ekki lengra en að því að vera sammála þeim?
- stýrirvextir á evrusvæðinu hafa lamað fjölmargar atvinnugreinar í einstaka löndum og í öðrum tryggt atvinnuleysi sem Íslendingar eiga ekki að venjast. Alla vega fram til þessa.
- verðtrygging er af hinu góða, það er ekki hún sem skapar vandamál, heldur sitthvað annað.
- verðbólga er stundum afleiðing þenslu; líkt og Írar og við gengum í gegnum. Þegar þenslunni lýkur minnkar verðbólgan og í tilfelli sumra Evrópulanda hefur það leitt til atvinnuleysis, enda styðst efnahagsstjórn ESB við tæki á borð við atvinnuleysi
- hvaða "þeir" þú bendir á, sem segja að Íslendingar sitji einir að fiskimiðunum, veit ég ekki hverjir eru. Það eina sem vitað er, er að Íslendingar fengju tímabundna UNDANÞÁGU. Mannvitsbrekkur geta svo ráðið í það eins og þeir vilja en sæmilega skynsamt fólk áttar sig á að með tíma eykst þrýstingur á að fá sneið af kökunni hér við land. Það sýnir sagan.
- merkilegt að þú leyfir þér að kalla fólk einangrunarsinna, sem ekki vill ganga skrifræðinu í Brussel á hönd. Það sýnir þinn einbeitta vilja til þess að fara með rangt mál. Flestir viðmælendur mínir, sem ekki vilja þarna inn, eru mun opnari fyrir samskiptum við ALLAN umheiminn og vilja byggja upp frjáls viðskipti við markaði, nær og fjær. Það er í raun dónaskapur af þinni hálfu, og margra úr þínum röðum, að setja málin þannig fram að þeir sem ekki vilji komast í tolla- og varnarmúraskjól ESB séu einangrunarsinnar. Ef til vill lýsir þetta sjúkleika sem á sér ræður í pólitískri vanmáttarkennd eða einhverju öðru sem maður kann ekki að nefna.
- um sjálfstæði er hægt að þrefa út í hið óendanlega. Þín hugmynd um það er önnur en mín og í ljósi efnahagshrunsins nú virðast þú og félagar þínir tilbúnir til þess að ganga æði langt í þeim efnum að koma landinu inn fyrir girðingu ESB. Ég held að mörgum ykkar sé fátt heilagt í þeim efnum og fyrir það megið þið hafa skömm fyrir.
- ég hef áður sagt að hugmyndina um ESB eigi að ræða og draga ekkert undan. En jólasveinaraus af þínu tagi er beinlínis til þess að reita mann til reiði og efast um heiðarleika fólkst úr þínum ranni.
Reyndu svo að koma fram undir nafni, svo hægt sé að kasta á þig kveðju og taka við henni.
Ólafur Als, 13.12.2008 kl. 15:32
erum við ekki að einangra okkur ef við förum inn í ESB? við getum þá ekki samið við aðrar þjóðir og verðum bara hérað.
utan ESB erum við opinn til vinnu og viðskipta við allan heiminn. heimurinn er stærri heldur en hinn eldgamla miðalda evrópa. í ESB eru 500 milljón manns. í Kína er næstum 3 sinnum fleiri. á Indlandi 2 sinnum fleiri. í ESB erum við því að einangra okkur frá restinu af umheiminum.
Þannig að einu einangrunar sinnarnir eru ESBsinnar.
Fannar frá Rifi, 13.12.2008 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.