16.12.2008 | 17:22
Þó satt reynist, munu 365 miðlar áfram reka áróður fyrir ESB
Bjarni mun eflaust koma við viðkvæma taug hjá mörgum með þessari kenningu sinni - ég tel hana sennilegri en sumar aðrar, sbr. tengsl Samfylkingarinnar við Baugsveldið um árabil. Annað mál, sem snertir fjölmiðlana og Samfylkinguna, er hve 365 miðlarnir hafa orðið uppvísir að áróðursherferð fyrir inngöngu Íslands í ESB að undanförnu. Það er sem vel undirbúin stefnubreyting hafi átt sér stað. Ég held að þessi áróður dyljist engum sanngjörnum manni.
Í hverjum viðtalsþættinum á fætur öðrum berst talið að inngöngu í ESB og lítið rætt um aðsteðjandi vanda, þ.e. skuldaaukningu þjóðarbúsins upp á annað þúsund milljarða og afleiddar álögur á íslenska skattgreiðendur. Kúgun bresku ríkisstjórnarinnar og sameinaðra Evrópusambandsríkja gagnvart Íslandi í IceSave málinu er gleymd og grafin. Fréttablaðið og Stöð 2 hafa tekið höndum saman með ýmsum viðskiptahagsmunum í landinu og fela ekki einu sinni þennan áhuga sinn á að koma íslensku þjóðinni undir pilsfald skrifræðisins í Brussel.
Stjórna í gegnum fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.