Ráðandi öfl í Samfylkingunni vart ánægð með þessa framvindu

Mér þykir sérstaklega um vert að hrósa fulltrúa Samfylkingarinnar að standa að baki þessu frumvarpi. Eftir að Íslendingum var gert ljóst að af hálfu allra aðildarþjóða ESB yrði það ekki liðið að íslenska ríkið kæmi sér jafnvel lagalega undan því að greiða fyrir afglöp Landsbankans, hefur sá hluti málsins ekki farið hátt - alla vega ekki í sumum fjölmiðlum. Það hefur ekki hentað hinni svo kölluðu Evrópuumræðu, sem yfirskyggir flest annað þessa dagana. Sá aðkallandi vandi sem snýr að skuldasöfnun ríkisins að upphæð á annað þúsund milljarða er allt að því lítið mál samanborið við þá nauðsyn að gerast meðlimir fjölríkisins í Evrópu.


mbl.is Mál verði höfðað gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Samfylkingin er réttsýn flokkur og hlýtur að vilja að réttlætið sigri eða er einhver ástæða til annars?

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 16.12.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: Ólafur Als

Samfylkingin vill eitt, og aðeins eitt: að ganga í ESB. Hún er reiðubúin að fórna æði miklu fyrir þetta mál sitt. Hún er jafnvel reiðubúin að fórna því sem þú nefnir réttlæti í málinu. Þó svo að þetta sé nú sett fram á kaffihúsamáli þá þykir mér sem fólk á kratabænum sé svo umhugað um að ganga skrifræðinu í Brussel á hönd að þar sé mönnum fátt heilagt í þeirri viðleitni sinni. Er það réttlæti?

Ólafur Als, 16.12.2008 kl. 20:32

3 Smámynd: Haukur Már Haraldsson

Jahérna, félagi Ólafur. Það er ekki sérlega auðvelt að fylgja rökleiðslunni í þessu hjá þér, en ef þú heldur að Samfylkingin vilji ekki að réttlæti náist fram í þessu, jafnvel með lögsókn, þá er óvildin gagnvart þessum flokki farin að skyggja óþyrmilega á röksemdafærsluna hjá þér, minn kæri. En af hverju er þér svona illa við Samfó? Þetta er fínn flokkur!

Haukur Már Haraldsson, 16.12.2008 kl. 20:42

4 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Haukur,

það þurfti æði mikla ólund í mér til þess að þú litir hér inn. Já, ætli óvildin mín í garð Samfó tengist ekki óbeit minni á krataeðlinu, sem rær nú öllum árum að því að komast í félagsskap með kommisserum á meginlandinu. Hið gagnrýna eðli þitt og sumra annarra, sem ég tengi gömlum sósíalisma, þykir mér fyrir borð borið í flokki þínum. Einnig eru öfl starfandi innan Samfó, sem eru frjálslynd en þó of oft fylgispök við forræðishyggjuna í smáu og stóru. Ég hef nú aldrei litið á þig sem krata en vont er ef þeir hafa snúið þér til fylgilags við það að ganga á hönd hinu ólýðræðislega samfélagi, sem ég tel ESB vera.

Annars ætti gamall frjálshyggjumaður, eins og ég, e.t.v. ekki að kvarta. ESB er í grunninn byggt upp í kringum viðskiptahagsmuni stórfyrirtækja í Evrópu, blandað saman við e.k. merkantílisma fyrir álfuna í heild sinni. En þar eð ég aðhyllist enn fjrálshyggju af gamla taginu, þá get ég ekki keypt hugmyndafræði sem leggur lag sitt við kapitalisma stórfyrirtækja, í stað þess að hlúa að þess konar markaðsbúskap sem varðar sig kjör litla mannsins.

Kratar hafa ekki enn fyrirgefið þjóðinni fyrir að færa henni ekki þá upphefð, sem skoðanasystkyni þeirra í Skandinavíu hafa notið um langan aldur. Í þau skipti, sem þeir hafa komist að kjötkötlunum íslensku, hafa þeir ekki slegið hendi á móti vegsemd hverri. Sú vegsemd, sem þeir telja að bíði sín í Brussel, vil ég afþakka. Ég geri nú ekki ráð fyrir að þú sért mér sammála, en það yrði vart í fyrsta sinn og væntanleg ekki hið síðasta. En þakka þér samt fyrir innlitið, ég virði allt uppbyggilegt sem þú hefur fram að færa.

Bestu kveðjur til þín og fjölskyldunnar,

Ólafur Als, 16.12.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband