29.12.2008 | 16:26
Jákvæðar fréttir
Eins og gefur að skilja eru þetta góðar fréttir. Sú efnahagslægð sem heimurinn stendur frammi fyrir mun ekki vara að eilífu og á ný mun raforkusala verða okkur hagstæð. Við núverandi aðstæður er raforkuverð það lágt að arðsemin er undir væntingum. Þar á móti kemur að arðsemisvæntingar eru minni, sama hvert litið er. En hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur. Ef litið er til líftíma þessarar fjárfestingar mun hún skila góðum arði, eins og reyndin er og hefur verið um önnur orkusöluverkerkefni á Íslandi.
Fulltrúi VG, Svandís Svavarsdóttir, gerir þá sjálfsögðu kröfu um arðsemi að það komi OR til góða og þar með eigendum hennar, Reykvíkingum. Hún veit að sömu kröfu gera aðrir pólitískir fulltrúar. Það hefur og verið raunin til þessa enda hefur orkuverð farið lækkandi að raungildi um langan tíma hjá landsmönnum öllum. Að gefa upp orkuverð kann að þjóna almannahagsmunum en það má ekki verða til þess að skaða samningsmöguleika orkufyrirtækja. Hins vegar má gjarnan ræða þessi mál, þ.e. þörfina fyrir leyndinni og þau pólitísku sjónarmið sem liggja að baki hennar sjónarmiði um fulla upplýsingagjöf.
Sala á orku hefjist 2011 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.