19.1.2009 | 16:55
Prýðileg greining - afleit lausn
Gott og vel. En það var nú samt lánsfjárkreppan sem hratt af stað bankahruninu hér. Reyndar var viðskiptamódel íslensku bankanna að hruni komið fyrir ári síðan og æðstu menn íslenska bankakerfisins voru þess vel meðvitaðir. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn áttu einnig að hafa áttað sig á því, þó síðar yrði. Árið 2008 tóku bankarnir stöðu gagnvart íslensku krónunni og högnuðust um tugi milljarða, Landsbankinn stóð í því að tæla til sín sparifé einstaklinga og félagasamtaka í Bretlandi og víðar auk annarra gerræðislegra bjargráða hjá þeim öllum þremur. Þessar aðgerðir voru siðlaus tilraun til þess að fela að hið íslenska viðskiptamódel bankanna var byggt á sandi.
Með fjórfrelsið að láni frá Brussel tókst íslenskum bankamönnum að nauðga því áliti sem Íslendingar hafa byggt upp á erlendum vettvangi í meira en hálfa öld og sökkva þjóðinni í ófært skuldafen. Í ofanálag kunna þessir menn ekki að skammast sín og birtast jafnvel í fjölmiðlum brosandi innan um veisluglaða Íslendinga. Ekki svo að skilja að þeir megi ekki brosa, mennirnir. Það þarf ekki erlenda fræðinga lengur til þess að segja okkur hvað gerðist. Það þarf að upplýsa um stærð vandans og setja fram áætlun um það hvernig vinda eigi ofan af skuldahalanum. Í það verk má gjarnan fá erlenda sérfræðinga. Það starf hefur ekkert með inngöngu í ESB að gera, enda vandséð hvað þeir eigi að gera okkur til bjargar.
Og ef einhver ætlar enn að halda því fram að ef við hefðum verið í ESB hefði þetta aldrei getað gerst er hinum sama bent á þá stöðu sem Írar eru nú í. Þar í landi hefur evrutengingin gert það að verkum að efnahagsúrræðin þar í landi snúast um aukið atvinnuleysi, niðurskurði hjá hinu opinbera og beinar launalækkanir. Kannast einhver við þetta hér á Íslandi hinu góða? Fyrir nokkrum vikum bentu hróðugir ESB-sinnar hér á landi að við hefðum ekki lent í þessari krísu ef við hefðum haft evru og verið meðlimir í ESB, sbr. Írland. Líkt og menn verði gáfaðri við það að ganga í þjóðríkjasamtök. Svo er ekki, enda mun stór hluti Evrópu sjá fram á harða daga, líkt og við sem stóðum fyrir utan ESB. Ólíkt okkur, eru innviðirnir orðnir feysknir og Evrópubúar meginlandsins orðnir gamlir og bráðum lúnir.
Voru í raun án Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr, heyr!! Langar til að taka miklu sterkar til orða en legg ekki í það þar sem þú veist ekkert hver ég og ég veit ekki hvernig þú myndir taka því ef ég segði djö.... er þetta gó skrif hjá þér!!! Ég er svo hjartanlega sammála öllu sem stendur hérna.
Vona að sem flestir lesi þetta hjá þér og taki eftir því sem þú segir hér!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.1.2009 kl. 18:53
Er ekki svo að ESB [fjármagnsgeirinn] sem græðir á tækifærisinnum þegar upp er staðið? Trójuhesturinn ESS og réttir græðgifíklar á réttum stöðum í Íslenska samfélaginu. Þjóðverjar voru einu sinn sagðir gera 20 ára plön, Kínverjar mörg hundruð og USA til eins árs.
Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 20:11
Hagvöxtur innan ESB (sem heild) hefur farið stigmagnandi frá stofnun - byrjaði í um 5% að meðaltali en var á síðasta áratug sem næst 1%. Vilja Íslendingar komast á þennan klafa eða bíða okkur önnur tækifæri úti í hinum stóra heimi? Hvað með viðskiptasambönd við Kína, Indland, Bandaríkin og aðra utan ESB? Við erum eftir sem áður með viðskiptasamning við ESB, sem getur nýst okkur vel ef við étum ekki alla vitleysuna upp eftir þeim.
Ólafur Als, 19.1.2009 kl. 20:19
Kínverji sem hefur 40 grjón í tekjur á dag mælist með 100% hagvöxt ef tekjur hans fara upp í 80 grjón, óháð því hvort vansinnihald 80 grjónanna er 50% meira. Það eru gæði hagvaxtar sem skipta þá sem meira mega sín máli eða þeirra sem stíga í vitið.
Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 20:28
Vatnsinnhald sorry!
Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 20:29
Ég verð að segja, að ég lít ekki á Willem H Buiter sem neinn gvuð og mér finnst áberandi hvað hann er þröngsýnn, varðandi kosti okkar í peningamálum. Hvers vegna einblína sumir svo mjög á Evruna ? Hvers vegna eigum við að eyðileggja alla möguleika okkar um samstarf við ESB, til langrar framtíðar ? Hvers vegna ekki að halda sem flestum möguleikum opnum ?
Því er ekki að leyna, að ég er algjörlega andsnúinn að gefa Brussel óðal feðranna. Hins vegar vil ég að við stöndum rétt að málum og skynsamlega. Okkar bezti kostur núna er að taka upp sterkan innlendan gjaldmiðil sem við baktryggjum með US Dollar. Þetta fyrirkomulag verður undir stjórn Myntráðs.
Með því náum við STRAX stöðugu gengi, lítilli verðbólgu, stöðvum eigna-brunann og getum afnumið lánavísitölu. Ef menn hins vegar vilja ekki stöðugt ástand, þá skulum við fyrir alla muni halda gömlu ónýtu Krónunni.
Loftur Altice Þorsteinsson, 19.1.2009 kl. 21:04
stigminnkandi hagvöxtur, átti þetta nú að vera ...
Ólafur Als, 19.1.2009 kl. 21:43
Loftur, hver hagfræðingurinn á fætur öðrum segir að þetta sé eina og besta leiðin fyrir Ísland ef við eigum ekki að verða eitthvert haftaríki. Hvaða möguleika sérð þú, einhverja draumamynd um dollar vænti ég, það hefur nú ekki gefist svo vel fyrir Ekvador sem tók upp dollar einhliða og er í tómum vandræðum í dag vegna gjaldmiðilsins. Eða þú vilt kannski að við höngum á handónýtri krónu? Ég skil bara ekki fólk sem hefur látið misvitra pólitíkusa sem gera allt til þess að missa ekki völd, sletta smjörklýpum út um allt svo þeir geti haldið áfram að gefa eigur þjóðarinnar til vina og vandamanna. Loftur, hverra hagsmuna ert þú að gæta með þessari arfavitlausu hugmynd um dollarinn?
Valsól, 19.1.2009 kl. 23:01
Valsól (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:18
Ég vil Dollar til að styrkja viðskipti utan ESB. Ég vil skipta um yfrirbyggingu til að fyrirbyggja meira klúður í efnahagsmálum. Árinni kennir illur ræðari. Ekvador hefur sitt ræðara val og við okkar.
Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 23:30
Valsól, þú verður að kynna þér málin betur, áður en þú ríkur af stað í trúboð. Þú ert væntanlega að vísa í áróðursmeistara ESB þá Wade og Buiter. Þeir eru komnið út á hálan ís sem hagfræðingar, ef þeir ætla að gefa pólitísk ráð án rökstuðnings. Ég legg til að þú kynnir þér málið á blogginu mínu. Ég skal gjarnan leiðbeina þér þegar þú hefur lesið þér til.
Það sem þú segir um Ekvador er rangt. Í Ekvador hefur verið efnahagslegur stöðugleiki síðan 2000, þrátt fyrir ríkisstjórn kommúnista sem gera allt sem þeir geta til að eyðileggja efnahagskerfið og koma á alræði. Forseti Ekvador er Rafael Correa, sem nefnir sig "humanist and Christian of the left". Heldstu vinir hans og efnahagsráðgjafar eru Hugo Chavez einræðisherra í Venezúela og Fídel Castró á Kúbu.
Gengisfelling er ekkert annað en þjófnaður og kommúnistar eru manna iðnastir við þann leik. Greinilegt er að Hugo Chávez er potturinn og pannan í tilraunum kommúnista til að skapa byltingarástand í Suður- Ameríku.
Upptaka USD er nærst bezti kostur allra lítilla hagkerfa. Bezti kosturinn er að festa innlendan gjaldmiðil við USD með Myntráði. Um leið er mikilvægt að þjóðir losi sig við spillta stjórnmálamenn og tæki þeirra seðlabankana. Ég vísa til þess sem Steve H. Hanke segir um ástandið í Ekvador:
Stöðugur (fastur) gjaldmiðill er forsenda efnahagslegs stöðugleika, lítillar verðbólgu, lágra vaxta, stöðvar eignarýrnun og afnemur lánskjara-vísitölu. Þeir sem vilja láta arðræna sig áfram með jöfnu millibili, ætla að ríhalda í hugmyndina um "sökkvandi flotkrónu".
Loftur Altice Þorsteinsson, 19.1.2009 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.