21.1.2009 | 21:44
Sjálfstæðismenn þurfa að senda nýtt fólk í brúna.
Ég skal ekki segja ... manni sýnist sem ríkisstjórnin sé að gefa upp laupana. Hin pólitísku bjargráð, sem hefðu getað dugað í nóvember, jafnvel desember, myndu ekki duga nú. Þó svo að hreinsað yrði til í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, skipt um nokkra ráðherra, og í framhaldi af því sett fram bjargráðaáætlun, tel ég að líf ríkisstjórnarinnar yrði einungis framlengt um stuttan tíma.
Vont er til þess að vita að forsætisráðherra áttar sig ekki á þeim vatnaskilum sem nú hafa orðið. Enn verra yrði, ef sjálfstæðismenn á landsþingi læsu einnig vitlaust í stöðuna. Þjóðin þarf á krafti áræðinna einstaklinga með framtíðarsýn að halda. Þær hugsjónir sem tengja fólk um land allt við atvinnufrelsi, ábyrga fjármálastjórn, skynsama valdstjórn osfrv. þarf að virkja á nýjan leik. Það þarf að endurvinna traust og núverandi forystu sjálfstæðisflokksins er það um megn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.1.2009 kl. 15:53 | Facebook
Athugasemdir
Þú heldur að það dugi skammt að stroka út Magnús Ell að þessu sinni?
Ekki Magnús L. (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:14
Er ekki orðið svo lítið um Magnúsa þessa dagana?
Ólafur Als, 22.1.2009 kl. 17:10
Hér er einn!! Þá er tilgangslaust fyrir mig að bjóða mig fram
Nei, það er rétt mat á stöðunni að Sjálfstæðismenn verða að endurnýja forustuna... algerlega. Það kom svo berlega í ljós í Kastljósinu í gær að Geir er búin á því, þannig að heilsu sinnar vegna er best fyrir hann að hætta.
En hvað eiga þeir í boði í staðinn?
Magnús Þór Friðriksson, 22.1.2009 kl. 18:17
Nú er að sjá hvort miðstjórnin ákveði ekki að fresta landsfundi - en tillaga um það mun verða lögð fyrir fundinn. En hvað sem því líður má ætla að Geir sitji áfram og að þjóðin muni kjósa bráðlega, jafnvel í vor. Sjálfstæðisflokkurinn mun hugsanlega gjalda afhroð en þar á móti kemur að aðrir flokkar standa ekki mikið betur. Vinstri sveifla mun tryggja að flokkurinn geti farið í naflaskoðun, MJÖG ÞARFA - SATT BEST AÐ SEGJA, þar sem menn verði minntir á að það á að þjóna fólki en ekki gleyma sér í veisluglaumi auðjöfra.
Geir, sá annars ágæti maður, er að sannreyna það þessa dagana að það er auðvelt að leiða þegar vel árar en það reynir á leiðtogahæfileikanan þegar á móti blæs. Hver á að taka við hef ég ekki hugmynd um en segja menn ekki þessa dagana að nóg sé til af hæfu fólki? Held reyndar ekki - því leiðtogar vaxa ekki á trjánum ...
Ólafur Als, 22.1.2009 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.