Maðurinn er jú í atvinnuleit!

Sigmundur bætist í all stóran hóp pólitískt sinnaðra manna sem á stundum telja það ekki eftir sér að láta alla vita að þeir séu óflokksbundnir. Það þykir sumum nokkuð flott og til marks um eigin óhlutdrægni. Þetta virðist eiga við um marga sem tilheyra fjölmiðlastétt og eru vinstra megin í hinu pólitíska litrófi. Eins á við um marga þekkta einstaklinga sem eru t.d. listamenn eða tilheyra einhverju gáfumannafélaginu.

Með því að vera óflokksbunnir frígera þeir sig frá hvers kyns gagnrýni og bregðast við móðgaðir og fullir falskrar auðmýktar ef þeir eru sakaðir um hlutdrægni í fréttaflutningi. Þetta fjölmiðlafólk fær alla jafna bestu einkunn frá stjórnmálamönnum, sem finnst ríkissjónvarpið í seinni tíð varpa bláum bjarma á andlit áhorfenda. Nú er Sigmundur sem sagt kominn úr skáp hlutleysisins og getur óhræddur sýnt sitt rétta pólitíska andlit.

Að vísu vissu landsmenn allir af krataeðli Sigmundar og það er enda allt í lagi. Hann mátti alveg eiga það í friði og truflaði fáa. Hins vegar er verra þegar menn í einfeldni sinni telja sig hafna yfir alla gagnrýni í yfirvegaðri tilraun til þess að slá ryki í augu hugsandi fólks og segja blákalt framan í það: Ég hef ávallt verið óflokksbundinn! Það er útaf fyrir sig enginn gæðastimpill og í raun ætti það að vera skilyrði fyrir því að verða fréttamenn á fjölmiðlum, sem gefa sig út fyrir að vera án tengsla við stjórnmálin.


mbl.is Sigmundur Ernir í pólitíkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband