7.2.2009 | 18:20
Flórinn mokaður ...
Fyrir hrunið voru eignir bankanna metnar á um 13 þúsund milljarða. Verðfall á mörkuðum er í tugum prósenta á nokkrum mánuðum, auk útlánatapa. Þeir skulduðu næstum 12 þúsund milljarða. Nettó eign var metin eitthvað á annað þúsund milljarða. Sú nettóeign, hefur nú komið í ljós, fól að mestu í sér bókfærða viðskiptavild. Í raun var því eignastaðan á núlli, að því gefnu að ódýrt lánsfé stóð bönkunum til afnota um aldur og ævi, til fjármögnunar á arfavitlausum fjárfestingum. Svo virðist sem íslenskir bankamenn hafi haft sérstakt lag á að leggja fé í atvinnugreinar og fyrirtæki sem hafa farið illa útúr núverandi efnahagsþrengingum.
Þessu til viðbótar, því bankarnir hafa jú mjólkað íslenska sparifjáreigendur og nauðgað íslensku krónunni, hefur ómældu fé verið komið út fyrir landsteinana. Þær upphæðir nema væntanlega hundruðum milljarða króna og munu væntanlega aldrei berast að Íslandsströndum á ný. Sem sagt, Kaupþing vantar þúsund milljarða og enn er ekki búið að moka flórinn á þeim bænum. Hinir bankarnir eru væntanlega í svipaðri aðstöðu. Því er ekki óvarlegt að ætla að um og yfir þrjú þúsund milljarðar hafa gufað upp í formi verðfalls verðbréfa, fyrirtækja og viðskiptavildar, auk þeirra fjármuna sem tapast hafa í hendur viðskiptajöfrum (erlendum og innlendum) og í öðrum útlánum.
Þessir þrjú þúsund milljarðar gætu vitanlega vaxið í enn hærri upphæð, þegar upp verður staðið. Þannig munu lánveitendur bankanna hafa tapað miklu fé (þýskir bankar, íslenskir verðbréfaeigendur og margir fleiri), sem mun hafa áhrif á afkomu þeirra fjármálastofnana og þeirra þúsunda hluthafa sem í þeim eiga um allan heim. Með þessum hætti hefur Ísland beðið hnekki, sem mun kosta okkur óvild og verri viðskiptakjör sem mun hafa áhrif á efnahag landsmanna til margra ára.
Afskrifa tæpa þúsund milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Óli, ég er búinn að rýna aðeins í þessar tölur og afskriftirnar, sem eru reyndar upp á 2.418 milljarða alls fyrir báða banka, eru held ég bara slumpaðar tölur. Ég hef enga trú á því að heildarafskriftir hér innan lands verði 954 milljarðar, þar sem stefna bankans er að yfirtaka rekstur fyrirtækja og reka fólk út af heimilum sínum. Þessi afskriftartala mun því vera grunnurinn af ævintýralegum hagnaði bankans næstu árin. Hagnaður sem verður á kostnað heimilanna.
Ef ég væri kröfuhafi í bankanum, þá myndi ég setja stórt spurningarmerki við þessa útreikninga og biðja um sundurliðun. Sem forvígismaður í hagsmunabaráttu heimilanna, hefði ég líka gaman að sjá þessa sundurliðinu til að sjá hvort þar er eitthvað minnst á húsnæðislán heimilanna.
Marinó G. Njálsson, 7.2.2009 kl. 20:54
Velkominn heim, Ólafur! Gott að fá þig í greininguna.
Bið að heilsa þér, bróður þínum og föður.
Jón Valur Jensson, 7.2.2009 kl. 21:30
..... og stjórnmálaflokkarnir sem plægðu jarðveginn eru að ná fyrri hæðum!
Kolla (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 21:34
Ókurteisi hjá thessum manni sem heitir Jón ad skila ekki kvedju till módir thinnar!!!!! Thannig ad hér koma bestu kvedjur till thíns og foreldra (baedi födur og módur )og litla bródir! Og svo má nú ekki gleyma erfingjanum !!! Og af tví ad ég er byrjadur hér kemur kvedja till allra í thinni fjölskyldu !
Sídan hvet ég bloggara ad sína thessari virdulegri sídu kurteisi framveigis Saemi
Saemi (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 11:34
Svona, svona, kæri vinur minn, Sæmi. En þakka þér fyrir góðar kveðjur og færðu fjölskyldu þinni sömuleiðis mínar bestu kveðjur, í fyrirmyndarríkinu og hér heima ...
Ólafur Als, 9.2.2009 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.