17.2.2009 | 10:14
Hroðvirknisleg aðgerð nýrrar ríkisstjórnar
Gagnrýni bankastjóranna er réttmæt. Núverandi ríkisstjórn hefur kastað til hendinni við samningu nýrra laga um Seðlabankann. Í ljósi kringumstæðna bera þau því svip pólitískrar aðgerðar. Það er vont að hver aðilinn á fætur öðrum hefur fundið að frumvarpinu í veigamiklum atriðum. Maður skyldi ætla að það sé eftrsóknarvert að um mál þetta sé samstaða á alþingi - á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Mál af þessu tagi hefði fyrst og fremst átt að falla undir loforð nýju stjórnarinnar um samvinnu við þingið allt. Þau orð virðast ekki hafa djúpa merkingu hjá stjórnarherrunum nýju.
Flýtimeðferð málsins er m.a. byggð á því að Davíð Oddsson og bankastjórninni allri beri að víkja sem fyrst, til þess aðallega að skapa traust í gegnum nýja stjórnendur bankans. Það má taka undir það að ný bankastjórn/bankastjóri sé nauðsynleg til þess að endurvekja fyrrnefnt traust. Hins vegar skiptir máli hvernig að því er staðið og málið ekki í heild sinni gert að pólitísku bitbeini á milli stjórnvalda og Seðlabankans. Núverandi stjórnvöldum hefur því miður ekki tekist að vinna að málinu án þess að gera persónu Davíðs Oddssonar að meginmáli, sumpart studd af þorra fólks í landinu, sem er jafnvel reiðubúið með ofbeldi að koma vonda manninum frá störfum í Svörtuloftum.
Gagnrýna Seðlabankafrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.