Skilanefnd í bjartsýniskasti ...

Við fyrstu sýn er hér um að ræða mjög góðar fréttir. Fram að þessu hafa eignir Landsbankans, sem áttu að koma til frádráttar skuldbindingum íslenska ríkisins vegna Icesave reikninga, verið sem hulin ráðgáta. Nú hefur verið settur verðmiði á þessar eignir af valinkunnri sveit manna. Það eiga að fást um 1195 milljarðar króna fyrir eignirnar, sem þó eru ekki upptaldar.

Það gefur augaleið að hér er einungis um mat að ræða. Verð á vöru eða þjónustu er ekki greypt í stein og verð á fyrirtækjum og hlutabréfum er síbreytilegt. Þessar eignir verða ekki seldar í einu vetfangi. Kostnaður sem fellur á ríkið mun því aukast umfram þessar áætluðu 72 milljarða, vegna vaxtagreiðslna af þeirri upphæð. Hvort þessar eignir haldi áætluðu verðgildi sínu er fullkomlega óvíst.

Áður en við höfum fengið í hendur upplýsingar um forsendurnar, sem liggja að baki útreikningum nefndarinnar leyfi ég mér að setja spurningamerki við þessa upphæð. Ég óttast að fullmikil bjartsýni hafi legið að baki verðlagninu eigna Landsbankans. Í ofanálag eru horfur ekki góðar á alþjóðamörkuðum, sérstaklega hvað varðar þær eignir sem Íslendingar virðast hafa fjárfest hvað mest í. En það veit á gott að nú er komið eitthvað bitastætt fram um Icesave málið.


mbl.is Segja Icesave kosta ríkið 72 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kárahnjúkavirkjun kostaði 133 miljarða.  Við ætlum okkur nokkra áratugi að greiða virkjunina.  Þetta er því dágóð upphæð sem Jón og Gunna fyrir Björgúlfsævintýrið.

Austri (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 15:10

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Austri, ég veit ekki hvaðan þú hefur 133 milljarðan, þar sem það var upplýst í vikunni að upphæðin væri komin í 300 milljarða.

Varðandi icesave, þá vantar örugglega í töluna vextir af lánum Breta.

Marinó G. Njálsson, 20.2.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband