20.2.2009 | 15:52
Væl, væl og aftur væl
Hin hástemmdu orð Samtaka ferðaþjónustunnar um hættuna sem stafar af hvalveiðum á ferðaiðnaðinn eru illa til fundin og lýsa taugaveiklun sem er þeim ekki sæmandi. Hið alþjóðlega umhverfi stendur ekki á öndinni yfir fyrirhuguðum hvalveiðum, einungis hávær hópur fólks sem í hverju umhverfismálinu á fætur öðru veður á sínum skítugu hugmyndafræðiskóm yfir allt og alla. Fyrir þeim er fátt eitt heilagt í viðleitni sinni til þess að kenna umheiminum hvað rétt sé og gott.
Hóta að taka Ísland út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Facebook
Athugasemdir
Því miður er þetta ekki alskostar rétt hjá þér. Við höfum látið hjá liggja að uppfræða heiminn um kröfu okkar og trúum því statt og stöugt að þetta sé skýlaus réttur okkar. Því miður þá er málið ekki svo einfalt og þetta mun skaða Ísland. Stóra spurningin er bara hversu mikið.
Betra hefði verið að undirbúa málið betur og geta gert þetta í meiri sátt við alþjóðasamfélagið
Kristján Logason, 20.2.2009 kl. 16:31
Blablabla Kristján.
Þetta er sama froðan sem kemur frá ferðaþjónustunni ár eftir ár þegar hvalaumræðan stígur sem hæst, og hvað gerist... Ferðamönnum hefur aldrei fjölgað eins mikið og eftir 2003 (árið sem hvalveiðar hófust aftur), og fjölgunin er meiri hérna heldur en í flestum öðrum löndum. Hætti'ði því þessu anskotans væli :)
Það er búið að undirbúa þetta, rannsaka og ræða fram og til baka síðan 1999 (þegar ákvörðunin um að hefja hvalveiðar var tekinn af alþingi). Hvað vilji þið undirbúa þetta í marga áratugi í viðbót? Kannski þar til engir hvalir veriða eftir vegna ætisskorts í sjónum?? Hvað segja hvalaskoðunarfyrirtækin þá?
Stefán Gunnlaugsson, 20.2.2009 kl. 16:39
,,Alþjóðasamfélagið'', hvaða samfélag á það svo að vera? Innihaldslaus, bull-frasi...
Blablabla Kristján...
Davíð Már (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 16:43
SF er líka undir miklum þrýstingi frá hvalaskoðunarbransanum, sem er undir þrýstingi frá dýraverndunarsamtökum. Enda segir fiskisagan að flest fyrirtæki í hvalaskoðun njóti allnokkurra styrkja, í staðinn þurfa þau bara að lýsa því yfir við hvern sem vill hlusta eða prenta að hvalveiðar leggi allt í rúst. Ekkert slæmt við það þannig séð, nema að svo yrði alls ekki raunin.
Ef þú gengur upp að einhverjum manni í London og spyrð hann eða hana um hvalveiðar, eru góðar líkur á því að honum sé hreinlega alveg sama.
Sömu sögu er líka að segja í flestum löndum heimssins. Þessi goðsögn um að öllum þyki svo vænt um hvalina er ansi lífsseig. Ef náungi sem kemur
úr hvalaskoðun er spurður hvort hann eða hún vilji hvalveiðar, svarar hann auðvitað nei. Afhverju? Viðkomandi er nýkominn úr ferð þar sem hann
komst í nána snertingu við náttúruna, sá sennilega hval í fyrsta skipti, fannst þeir fallegir, flottir og andfúlir. Fyrir utan þetta allt er líka til annar
áhrifavaldur, það er kallað pólítísk rétthugsun. Þú ert að svara spurningu um hvalveiðar og ert umkringdur fólki sem er nýkomið úr hvalaskoðun,
þú vilt ekki láta standa þig að hræsni og segir hátt og skýrt að þú sért á móti hvalveiðum.
En þetta er ekki bara bundið við hvalaskoðunartúrista. Flestir sem eru á móti hvalveiðum eru einungis á þeirri skoðun því þau vilja skýla sér frá gagnrýni.
Eitt í viðbót hérna, þegar þú gerir skoðanakönnun geturðu fengið nánast hvaða útkomu sem þér hentar úr henni. Þetta er bara spurning um orðaval.
Td geturðu spurt: Hvað finnst þér um hvaladráp? Spurning sem nánast biður um neikvætt svar.
Eða: Hvað finnst þér um sjálfbærar hvalveiðar í atvinnuskyni? Sem er öllu hlutlausara.
Ég er fylgjandi sjálfbærum hvalveiðum, svona ef einhver skyldi hafa velt því fyrir sér.
daníel Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 18:16
Ætli það sem standi ekki upp úr í hinni "stóru umræðu" er að heimurinn stendur vissulega ekki á öndinni yfir fyrirhuguðum hvalveiðum. Hins vegar gætu ýmis samtök komið því til leiðar að skemma fyrir Íslendingum ef þau settu allan sinn styrk í það. Hver eru líkindin fyrir því, spyr maður sig?
Ólafur Als, 20.2.2009 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.