Erindrekar ESB-samrunans nýta hvert tækifæri

Það er með þetta eins og margt annað, sínum augum lítur hver á gullið. Sænska krónan hefur fallið verulega í kjölfar efnahagsþrenginganna og sem dæmi má nú fá eina og hálfa sænska krónu fyrir hverja danska. Það eru mikil viðbrigði frá því sem hefur verið, að ekki sé nú talað um þegar sænska krónan áratugum saman var um 10% sterkari en sú danska. Þessar gengissveiflur eru ekki í takt við annars stóra drauma sem Svíar hafa um sjálfa sig.

Lækkandi gengi sænsku krónunnar mun styrkja sænskan útflutningsiðnað, sem ekki veitir nú af. Þessar tilfæringar á genginu munu því hægja ef eitthvað er á uppsögnum í sænskum iðnaði og leggja grunn að styrkingu hans til framtíðar. Í sumum minni ríkjum, sem hafa tekið upp evru, ríkir nú neyðarástand því gengissveiflur eru ekki lengur liður í efnahagsstjórninni og ráðin liggja því m.a. í auknu atvinnuleysi, til þess að takast á við aðsteðjandi vanda. Er forsætisráðherrann sænski að sakna þessa, þegar hann segist sakna evrunnar?


mbl.is Staðfestir rökin fyrir evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband