5.3.2009 | 22:15
Þegar fræðimenn eru engum háðir ...
Hvernig ætli standi á því að svo margir "fræðimenn" á Íslandi reynist, þegar á hólminn er komið, tengjast stjórnmálaöflum. Mig grunar reyndar að þetta eigi sérstaklega við um einstaklinga sem aðhyllist stjórnmálaskoðanir inn á miðjuna. Þeir eiga það jafnvel til að safnast saman um tiltekin áhugamál eða til skrafs og ráðagerða um landsins gögn og gæði í félögum eða akademíum. En vitanlega ávallt hlutlausir og án flokkstengsla.
Fjölmiðlar gefa þeim alla jafna mikið pláss, og vitna til þeirra sem væru þeir óháðir. Þannig kynna þeir og sjálfa sig. Vera má að þeir telji sjálfum sér trú um að svo sé. Jafnvel þegar þeir tala á póltískum fundum fyrir tiltekin stjórnmálaöfl eða stjórnmálamenn. Jafnvel þegar þeir hinir sömu saka aðra um áróður í sínum fræðum, af því að aðrir hafa aðrar stjórnmálaskoðanir en þeir og geta því ekki fylkt sér að baki hlutlausrar hugmyndafræði á borð við jafnaðarstefnuna.
Og auðvitað eru jafnaðarmenn bestu fræðingarnir til þess að tala um frjálshyggju, ekki satt?
Hrunin frjálshyggjutilraun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:25 | Facebook
Athugasemdir
Já Hannes Hólmstein hefur ekki verið gagnrýndur mikið fyrir að tengjast stjórnmálaafli þrátt fyrir að vera stöðugt að blaðra sína dellu í fjölmiðlum. Já hann er sár sannleikurinn fyrir ykkur hægrimennina, að þurfa kyngja því að flokkurinn sem menn trúa á að sé ekkert nema óréttlætið, að sá flokkur skuli haga sér eins og þjófur á nóttu. Stunda markvissa fjármagnsflutninga frá þeim sem eru með lágar tekjur og millitekjur til þeirr sem eru með rassgatið fullt af fé. Það er sárt að viðurkenna að flokkurinn sem maður kaus er bara svikapakk eftir allt saman. En ég veit alveg hvað þú gerir. Þú ferð bara í afneitun með öllum hinum og segir eitthvað gáfulegt eins og ,,það var fólk en ekki stefna sem brást" og svo ferð þú að kjörborðinu við næstu kosningar og kýst Sjálfstæðisflokkinn enn eina ferðina án þess að gagnrína nokkurn skapaðan hlut. Engu nær, en rosalega stoltur. ,,Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn" og allir vinirnir segja ,,vá er það"! Vissir þú að eftir því sem menntun er meiri þeim mun færri kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Maður veltir því stundum fyrir sér hvers vegna það er, er það af því þeir sem eru meira menntaðir eru búnir að bæði fylgjast betur með og kannski lesa sig meira til? Ég veit það ekki, en þetta er svipað og með sköðunarsögu biblíunnar, eftir því sem menn eru menntaðri, þeim mun færri trúa sögunni.
Valsól (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:10
Er eitthvað vitlausara að kjósa D aftur eins og að kjósa S aftur Valsól
Kristinn (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:16
Af öllu vitlausu þá væri skömm hvers einstaklings að ætla að kjósa D aftur. Ég fæ það ekki skilið hvernig nokkur manneskja getur látið sér svo mikið sem detta það í hug !
Ef það er einhver sannur Íslendingur í ykkur þá kjósið þið bara einhverja óháða og óspilta. Það er komið fram X-L framboð sem er lýtur út fyrir að vera það minnst spilta í sögu Íslands undanfarinn 30 ár.
Það er ekkert eins sorglegt eins og að fara í gegnum lífið flokksbundinn og að uppgötva svo að leiðarlokum hvað maður er búinn að vera vitlaus.
Ég ber þó enn þá von í brjósti að Íslendingar séu ekki eins ung og óþroskuð þjóð og þeir virðast vera. Við þurfum rótækar breytingar. Ekki sama flokkabullið.
Már (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:55
Kynni það að vera, að sjálfbirgingshátturinn aukist með hækkandi sól - og hækkandi menntunarstigi? Annars hefur t.d. Hannes aldrei falið sig á bak við hlutleysi, líkt og algengt er með suma fræðimenn, sem svo síðar kemur í ljós að eru langt í frá að vera hlutlausir; hafa í raun siglt undir fölsku flaggi. Þetta fólk vil ég ekki sem pólitíska leiðtoga lífs míns.
Það er svo önnur umræða, það sem Valsólin og Már fjalla um.
Ólafur Als, 6.3.2009 kl. 05:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.