Kjósendur VG gáfu afslátt ...

Má ekki vera að kjósendur VG í forvalinu hafi gefið stóran afslátt á sumar áherslur Kolbrúnar - en hún nefnir sérstaklega kvenfrelsis- og umhverfissjónarmiðin, sem sín helstu mál? Bleikt og blátt áherslur hennar hafa vakið kátínu á síðustu misserum en það virðist ekki vera heillavænlegt í stjórnmálum að bjóða upp á litgreiningu á fólki. Eins er þjóðin minnt á það að orkugeirinn er mögulega sá eini sem færir ný tækifæri á vettvangi náttúruauðlinda. Mannauður Kolbrúnar virðist ekki hafa vegið upp á móti þessum afslætti.


mbl.is Keik og stolt í sjötta sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Fyrir hvað stendur VG þá, ef flokkurinn stendur ekki lengur fyrir umhverfis- og kvenfrelsismál?

Er þá einhver munur á VG og t.d. Framsóknarflokknum?

Svala Jónsdóttir, 8.3.2009 kl. 18:04

2 Smámynd: Ólafur Als

Svala, ætli VG fólk verði ekki að svara því. Ætli fleira greini ekki þessa aðila að, sem þú nefnir. En víst er að nú, þegar sverfir að í búskap þjóðar og heimila má vera að umhverfismálin séu afgreidd með afslætti - skal ekki segja um kvenfrelsismál, en þau hafa of lengi verið í herkví öfgafemenista ..

Ólafur Als, 8.3.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband