24.3.2009 | 09:37
Flokksdindlar ríkisstjórnarinnar
Þegar sumir segja að það þurfi að fara varlega í vaxtalækkanir sökum óvissunnar og bæta jafnvel við að ef það sé ekki gert geti verr farið en ella, veit ég ekki hvað fólk á við, satt best að segja. Hávaxtastefna seðlabankans, sem var svo gagnrýnd á sínum tíma, er enn við lýði þrátt fyrir að skipt hafi verið um ríkisstjórn, ný lög um seðlabankann samþykkt og persónugervingi hrunsins, Davíð Oddssyni, vikið úr starfi. Hvað er þetta verra sem getur gerst, spyr maður sig, en að fyrirtækin og heimilin leggist á hliðina.
Menn hljóta að vera á einhvers konar lyfjum að telja að gjaldþrot heimila og fyrirtækja í landinu vegi minna en einhver önnur sjónarmið. Stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar eru réttnefndir flokksdindlar í þessu máli. Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að verðbólgan er á hraðri niðurleið, þrátt fyrir óhagstæða gengisþróun allra síðustu vikna. Eldsneyti efnahagslífsins til verðhækkana er löngu þrotið, að gengisþróuninni slepptri. Fyrirtækin hafa ekki efni á því að bíða eftir varfærni seðlabankans. Fólkið í landinu skilur ekki svona vinnubrögð.
Talsvert dregur úr verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:45 | Facebook
Athugasemdir
Mæltu heill!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.3.2009 kl. 10:31
Það er nokkuð ljóst að það eru önnur sjónarmið en hagur heimilanna og/eða fyrirtækjanna í landinu sem ræður för, hver þau sjónarmið eru skal ég ekki segja. Kannski þetta sé það sem Jóhanna kallar að slá skjaldborg um heimilin, en sú skjaldborg snýst ekki um að verja heimilin heldur eitthvað allt annað.
Það skildi þó ekki vera að hinn sanni kommúnismi sé farinn að sýna sitt rétta eðli með því að setja heimilin á hausinn og gera alla háða ríkinu ? svo þau hjú, Jóhanna og Skallagrímur geti tekið sér alræðisvald ?
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 24.3.2009 kl. 10:47
Dettur ykkur virkilega í hug að ríkisstjórnin eða stjórn seðlabankans ráði þarna miklu um. Frelsi fest í því að bæði geta og mega breyta. Finnst ykkur núverandi ríkisstjórn búi við raunverulegt frelsi.
Það er ekki að spyrja að þeim sem ekki kunna að skammast sín. Frelsisflokkurinn sigldi þessari þjóð með stuðningi annarra í faðm AGS og annarra lánadrottna, raunverulegt sjálfstæði í efnahagsmálum er því sem næst ekkert, þessi þjóð er í greiðslustöðvun.
Það er fátt dapurlegra en það þegar drykkjurúturinn skammar vertinn fyrir það að skenkja sér ekki meira öl áður en hann klárar er að þrífa upp æluna eftir hann. Ég hef aldrei svo mikið sem litið til vinstri í pólitík, en nú ætla ég að nota tímann til að halda mínum skoðunum til hlés og ekki að væla undan afleiðingum lítt heftrar markaðs og sjálfstýrihyggju sem ég aðhylltist. Þeir sem það ekki geta ættu að hittast í sandinum í Nauthólsvík.
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 13:37
Björn, ertu með þessu að segja að ég og margir fleiri megi ekki tjá mig um ástand mála? Ef svo er ertu genginn í lið með alræðishugsjónum síðustu aldar. Þú vilt e.t.v. hengja á mig e.k. pólitíska Davíðsstjörnu að brúnstakka sið?
Vitanlega hefur seðlabankinn eitthvað með þetta að gera. AGS er ráðgjafi í málinu með mikið vægi en það er íslenskra stjórnvalda ásamt með seðlabankanum að sannfæra AGS um hvert skuli skuli stefnt og á hvaða hraða. Síðasta vaxtalækkun var óásættanleg en fyrir tveimur mánuðum voru uppi hávær mótmæli m.a. frá VG vegna þess að stýrivextir höfðu ekki lækkað.
Ólafur Als, 24.3.2009 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.