28.3.2009 | 11:27
Samviskubit Samfylkingarinnar
Það er ofarlega í huga margs Samfylkingarfólks að sýna Sjálfstæðismönnum í tvo heimana. Margir jafnaðarmenn/félagshyggjumenn hafa samviskubit yfir því að hafa farið í stjórn með því sem þeir hafa kallað höfuðandstæðing sinn, Sjálfstæðisflokkinn. Kjötkássan út kjötkötlunum bragðaðist vel, framtíðin var björt í boði nýrrar auðmannastéttar og tilefni til veisluahalda rík, heima og heiman. Fyrir þetta allt er Samfylkingin Sjálfstæðisflokknum reið.
Margir kratar ræddu um að þeir væru frjálslyndir kratar til þess að geta réttlætt velgengnina í boði markaðstengdrar útrásar. Þegar fallið kom rann upp fyrir þeim ljós. Þeir höfðu gleymt hluta sinna félagslegu róta. Það hentaði vel að geta við mótlætið skipt um andlit og ekkert sagst kannast við fyrri verk eða skoðanir. Þannig hefur fráfarandi formaður viðurkennt að hafa ekki verið hugsjónum sínum trú, hún hafi í raun verið keypt í stólana fyrir lítið fé.
Þegar Samfylkingin var í stjórn með Sjálfstæðismönnum lofuðu margir óspart hið frjálslynda eðli sitt. Hinir biðu í fýlu og gripu tækifærið þegar foringinn greindist veikur, samhliða bankahruninu, og gerðu uppreisn. Upp úr innra hruni Samfylkingarinnar spratt upp félagshyggja sem nú leitar til vinstri í átt til rauðgrænra sem enn trúa á fjallagrasahagfræði. Það verður forvitnilegt hvernig hinum félagshyggjusinnuðu jafnaðarmönnum tekst að vinna með hinu rauðgræna afturhaldi.
Eftir kosningar mun núverandi minnihlutastjórn mynda meirihlutastjórn en sú stjórn verður ekki mjög langlíf. Nðurskurðarverkefni næstu missera munu reynast henni um megn og hinn frjálslyndi armur Samfylkingarinnar mun uppgötva að fjallagrasahagfræðin mun ekki reisa við íslenskan efnahag, hvað þá velferðina.
Áhersla á jafnréttismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er á köflum fyndið að fylgjast með mörgum sem eru í kringum forystu samfylkingarinnar halda uppi vörnum fyrir sömu forystu. Einn frasinn sem gripið er til byrjar svona "við hefðum átt að leggja meiri áherslu á" o.sv.fr. Það fer um mann aulahrollur þegar maður verður vitni að þessu.
Annars er mest spennandi að býða eftir slagorðum flokkanna fyrir þessar kosningar, sér í lagi samfó og sjallanna, þó það sé nokkuð fyrirsjáanlegt að samfó mun tefla fram evrópuaðild sem helsta bjargræði þjóðarinar. VG getur tekið upp slagorð sjálfstæðisflokks frá síðustu kosningum um ábyrga hagstjórn og allt það, þurfa aðeins að dubba það upp og færa í búning velferðarstjórnar. Lítil spenna fyrir slagorðum Framsóknar hjá mér. En mesta spennan er fyrir slagorðum Sjálfstæðisflokks. Það dugir víst lítið að vara við vinstri sveiflu í ljósi atburða síðustu missera, og ekki mun ábyrg hagstjórn virka heldur hygg ég af sömu ástæðu. Að vara við skattahækkunar leið félagshyggjuflokkanna myndi hafa holan hljóm þar sem að hægt er að færa rök fyrir slíkum hækkunum á kostnað sjallanna.
Þetta verður skondin kosningabarátta. Ég get varla beðið :)
Toni (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 12:35
Sjallarnir munu boða afturhvarf til fyrri gilda ..
Ólafur Als, 28.3.2009 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.