1.4.2009 | 09:32
Múlbinding Sjálfstæðismanna
Að undanförnu hefur borið nokkuð á því að Sjálfstæðismenn megi ekki tjá sig um alls kyns mál. Það virðist samdóma álit margra að vegna hinnar pólitísku ábyrgðar sem flokkurinn ber á bankahruninu eigi alþingismenn þeirra, og jafnvel almennir kjósendur einnig, að hafa vit á því að þegja. Í hverju málinu á fætur öðru svara flokksdindlar ríkisstjórnarflokkanna (afsakið orðbragðið, en það er búið að klína þessu orði á Sjálfstæðismenn og ósanngjarnt að aðrir fái ekki að njóta svona uppnefninga einnig) gagnrýni með því að skjóta föstum smjörklípuskotum á móti.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ber mikla ábyrgð. Það kostaði mikil átök að koma henni á koppinn og strengd dýr heit um aðgerðir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Við þekkjum umræðuna um skjaldborgina, sem hefur sýnt sig að vera hálfgerð tjaldborg. Nær helmingur ríkisstjórnarinnar var reyndar einnig í þeirri síðustu en eins og allir vita bar sá helmingur enga pólitíska ábyrgð á ástandinu. Þessi helmingur er nú hávær í því að segja Sjálfstæðismönnum að þegja í hverju málinu á fætur öðru. Ef ekki vill betur eru þeir atyrtir og kallaðir öllum illum nöfnum.
Svona er nú umræðan á Íslandi þessa dagana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flott djók og 1 Apríl gabb hjá þér
Stefán (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.