Óæskilegt að taka við svo háum fjárframlögum

Þetta háa framlag FL Group til Sjálfstæðisflokksins er ekki með öllu eðlilegt. Hvernig menn fóru að því að réttlæta þetta hjá þeim sem stóðu að baki þessari ákvörðun skil ég ekki. Eitt er að styrkja stjórnmálaflokka, annað er að allt að því kaupa sér herbergi í Valhöll. Svona stór upphæð vekur upp spurnigar um spillingu og vont siðferði í röðum FL Group en jafnframt auðsveipan vilja af hálfu stjórnenda innan Sjálfstæðisflokksins gagnvart sömu aðilum. Þótti það eðlilegt þar á bæ að taka við svo hárri upphæð?

Það er reyndar sérkennilegt að fyrirtæki að nokkru eða miklu í eigu Baugs skuli vilja styrkja Sjálfstæðisflokkinn með þessum gjalfmilda hætti. Að vísu var Davíð Oddsson kominn í Seðlabankann en hann var jafnvel enn að  skjóta föstum skotum að Baugsveldinu á þessum tíma, sbr. tilvísanir í Enron málið. M.a. vegna orða Davíðs þótti sumum sem Sjálfstæðisflokkurinn stæði enn að baki meintri aðför að Baugsfeðgum en ef þetta reynist rétt hefur Jón Ásgeir alla vega ekki talið svo vera.

Manni kemur ekki í hug mál, þar sem FL Group naut sérstakrar fyrirgreiðslu af hálfu hins opinbera en ef svo var er sjálfsagt að einhver leiðrétti mig, mér og öðrum til upplýsingar. Ef hægt er að benda á slíkt lítur það hvorki vel út fyrir valdamenn í Sjálfsstæðisflokknum né stjórnendur FL Group. Þær reglur sem um styrkveitingar til stjórnmálaflokkanna gilda voru og eru nauðsynlegar til þess að fyrirbyggja að fjársterkir aðilar geti með fjárframlögum haft áhrif á stjórnmálin. En vitanlega er hægt að hafa áhrif á stjórnmálamenn með margvíslegum öðrum hætti en með fjárframlögum.


mbl.is 30 milljóna styrkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband