30.11.2009 | 12:14
Skattakerfi öfundarinnar stutt með skætingi
Að því gefnu, að persónuafslátturinn hefði haldið í við vísitölu, þá eru skattabreytingarnar nú óhagstæðari fyrir fólk með undir 270 þ. kr. tekjur. Um það er ekki hægt að deila. Að vísu munar ekki miklu en sýnir glögglega þann blekkingarvef sem umlykur orðræðu stjórnvalda. Til þess að réttlæta skattkerfi byggt á öfund í anda norrænna krata þá var haldið að smælingjunum að þeirra hagur myndi batna. Eins og sumt annað, hafa fjölmiðlar kokgleypt þær fullyrðingar og verður forvitnilegt að sjá og heyra hvernig Stöð 2 og RUV matreiða þessa vitneskju þegar líður á daginn.
Einhver gæti sagt að með því að benda á þetta væri verið að sýna stjórnvöldum aðhald. En ráðherra fjármála kýs að gera tvennt; annars vegar að flækja málið og hins vegar að svara með skætingi. Þessir útúrsnúningar ráðamanna eru reyndar forvitnilegur, jafnvel rannsóknarefni. Tilvísanir í að menn séu fastir í árinu 2007, að núverandi stjórnvöld séu að moka flórinn eftir sjálfstæðisflokkinn og framsókn o.fl. í þeim dúr. Aumastur er þessi málflutningur þegar hann kemur úr munni samfylkingarfólks eða krata, því það er eins og það fólk átti sig ekki á því að hafa verið í ríkisstjórn vel á þriðja árið.
Hve lengi á valdhöfunum að leyfast að svara gagnrýni með þessum skætingi? Ég veit það vel að það hentar mörgu vinstri sinnuðu fólki að fara með möntruna um að þetta sé allt saman sjálfstæðisflokknum að kenna. Jón Baldvin var t.d. óþreytandi í alkunnri auðmýkt sinni að hamra á þessu í Silfri Egils í gærkvöldi. Sjálfhverfir menn á borð við Jón Baldvin fá að vaða uppi í fjölmiðlum og spúa eitri sínu yfir landsmenn. Sumum líkar það vel, virðist vera. En hvenær ætla menn að henda sér í það að huga að framtíðinni?
Munum svo að fara inn á indefence.is
Blekking að skattur lækki á tekjulága | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er lygi að það þurfi að hækka skattana vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið við völd í 18 ár.
Hið rétta er að það þarf að hækka skattana til þess að fjármagna afskriftir ríkisbankanna á skuldum allra auðmannanna og útrásardólganna.
Og munið að sósíalismi er hugmyndafræði öfundar, illsku og haturs.
Björn G. Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 15:41
Stjórnvöldum ber skylda til þess að efla hér atvinnulíf með ráðum og dáð. Þar á eftir geta menn metið þörfina á breytingum á skattkerfinu og reynt að gera það í e.k. sátt við atvinnulífið og fólkið í landinu. Því er ekki á móti mælt að hinir efnameiri hafi e.t.v. ráð á hærri sköttum en það þarf að gerast að undangenginni umræðu og inn í hvaða skattaumhverfi menn vilja stefna. Hið kratíska eðli vill leiða okkur inn í skattkerfi öfundarinnar og ef svo fer fram sem horfir verður lítill vilji eftir til þess að byggja þetta land hjá þeim sem þetta skrifar.
Ólafur Als, 30.11.2009 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.