30.11.2009 | 13:45
Fréttir af evrópskri velferð og atvinnuleysismenningu
Tölur af atvinnuleysi hérlendis eru orðnar samhljóma ástandinu á meginlandi Evrópu. Með örfáum undantekningum, upp eða niður, hefur atvinnuleysi í ESB löndum verið á því róli sem við þekkjum nú hér heima. Þetta er og hefur verið viðvarandi ástand á meginlandinu um langt árabil og ekki fráleitt að ætla annað en að þar telji menn slíkt "eðlilegt" ástand. Alla vega þótti það mikið afrek í Danmörku á árinu 2007 að atvinnuleysið væri komið niður fyrir 4% þar á bæ - en þess konar atvinnuleysi þótti til skamms tíma vera merki um miklar þrengingar á Íslandi. Mér er því spurn, hvort núverandi atvinnuleysi nálgist að vera "eðlilegt" ástand hér á landi? Reyndar virðast konurnar búa við illskárri kost; þeirra á meðal er atvinnuleysið nálægt 6% en hjá körlunum nálgast það 9%.
Eins og gefur að skilja er atvinnuleysi, sem nálgast 8%, óásættanlegt með öllu. Enn sem komið er eru Íslendingar ekki orðnir svo veraldarvanir og langt leiddir á kratískri þroskabraut að þeir sætti sig við slíkt ástand. Enn sem komið er, segi ég, því framundar er jú draumalandið og lægið í Brussel. Hin öldnu efnahagssamfélög í Evrópu eru mörg hver svo vön að greiða fyrir óhagræðið í efnahagsstjórninni með velferðaratvinnuleysi upp á 6,7 eða jafnvel 10%. Reyndar mættu menn skoða betur atvinnuleysistölur í löndum á borð við Danmörku og Svíþjóð, þar "fela" menn það með ýmsum ráðum en þó helst með því sem kallast förtidspensionister; sérlega velferðarvæn leið til þess að forða fólki á besta aldri frá því að vinna og leggja sitt af mörkum til samfélagsins.
Ég hvet alla til þess að leggja sitt af mörkum á http://www.indefence.is/
Tæplega 16 þúsund án atvinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:01 | Facebook
Athugasemdir
Nú það þarf náttúrulega að venja okkur við með svona háu atvinnuleysi svona áður en að Íslandi verður nauðgað inn í ESB.
Þetta háa atvinnuleysi hér á landi er hluti af aðlögunarferlinu inn í ESB svona til að við verðum eins og hin ESB-löndin.
Arngrímur F. Sigusveinsson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 15:44
Það er hætta á því að löngun sumra til þess að gangast Brussel á vald sé skynsemi ofar - að menn séu reiðubúnir til þess að sætta sig við sumt sem viðgengst á meginlandinu til þess að geta orðið fullgildir ESB-þegnar. Það þykir mér aumt viðhorf en margt fleira mætti vitanlega nefna í þá veru.
Ólafur Als, 30.11.2009 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.