Hvers virði er sannfæring sakamanns?

Nú segist forsætisráðherra sannfærður um að núverandi samningar séu þeir bestu sem hægt var að ná. Höfum við ekki heyrt þessi orð áður? Jú, og hvers vegna leyfist ráðamönnum að endurtaka sig með þessum hætti? Það má telja stórundarlegt ef ráðamenn trúa eigin yfirlýsingum. Nú liggur fyrir Alþingi Íslendinga í reynd þriðji samningurinn sem Steingrímur og Jóhanna telja þann besta. Þann fyrsta átti Alþingi að samþykkja óséðan, af því m.a. að ekki væri tilhlýðilegt að sýna alþingismönnum, hvað þá almenningi, hinn upprunalega samning. Hann var sagður svo hagstæður að til afreka teldi. Annað kom á daginn.

Við hinn frábæra samning, sem samninganefnd ríkisstjórnar Jóhönnu kom með heim, allt að því sigri hrósandi en þó ekki mikið þreytt - því eins og formaður samninganefndarinnar komst svo smekklega að orði, hann nennti ekki lengur að standi í einhverju samningþrefi - eyddi Alþingi Íslendinga dýrmætum tíma í allt sumar til þess að koma í veg fyrir að sá samningur yrði efnahag Íslands fjötur um fót um ókomin ár. Og ef við munum rétt, þá sögðu ráðamenn að nú værum við komin með frábæran samning í hendur. Stimplaðan og færðan í lagabúning, allt eins of strjórnarskráin sagði fyrir um.

Maður hefði haldið að ráðamenn gætu mætt á erlendan vettvang, nokkuð brattir og sagt gjörið svo vel - jafnvel eitthvað á þessa leið: Take it or leave it - neí, aldeilis ekki. Sem fyrr fór ríkisstjórnin fram með betlistaf í hendi og hugarfar hins seka manns. Aumkunarvert yfirklór í þá vega að réttlæta málstað Íslands á erlendum vettvangi var, eins og gefur að skilja, mætt með háði og allt að því fyrirlitningu. Enda ekki nema von, úti í heimi skynja menn hugarfar stjórnarherranna hér á landi og kumpána (sbr. Jón Baldvin og alla hina) þeirra og vita sem er að þeir eru að fást við sakamenn.

Fjármálaráðherra, þessi alræmdi ræðubósi úr sölum Alþingis á árum áður, finnur nú því flest til foráttu þegar alþingismenn nýta rétt sinn til umræðna, málþófs eða eitthvað annað. Það mátti jafnvel skilja af orðum hans í sjónvarpi í gærkvöldi að alþingismönnum væri ekki treystandi til þess að fjalla um svo stórt og alvarlegt mál. Þar glytti í hið sósíalíska eðli og yfirlæti manns sem á erfitt með að umbera aðrar skoðanir en þær réttu. Hann veit best og hann er alveg að missa þolinmæðina gagnvart skemmdarverkamönnum stjórnarandstöðunnar - þessa fólks sem skilur ekki alvöru málsins.

Svona geta menn orðið firrtir í huganum. Hið sósíalíska upplag Steingríms kvartar yfir lýðræðinu og þeim sem ekki hafa réttar skoðanir. Ætli Steingrímur hugsi með sjálfum sér að hann gæti þaggað niður í þessum vitleysingum sem andmæla honum? Hve oft ætli hann telji sig geta bent á sökudólga og að hann sé nú einungis að moka flórinn eftir aðra? Getur hann á það treyst að benda enn eina ferðinga á minnisblöð fyrri ríkisstjórnar og talið sig geta borið það saman við eiginlega milliríkjasamninga? Hve lengi getur hann haldið blekkingunni áfram? Hve lengi á að leyfa þessu pakki, sem tekur ekki undir orð hans, að andmæla?

Förum inn á indefence.is og tjáum hug okkar þar. Það þarf einungis að skrá nafn og kennitölu.


mbl.is Komumst ekki lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég er reiður vildi geta verið komin fyrir utan alþingi til að mótmæla á morgun en vegna stöðu minnar get ég það ekki

Sigurður Haraldsson, 2.12.2009 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband