1.12.2009 | 13:42
Saklaust fórnarlamb?
Þetta kemur varla nokkrum manni á óvart. Fyrri störf Finns, sem gerðu honum kleift að taka við stóli bankastjóra Kaupþings áður en uppvíst varð um tiltekna starfsemi Icebank, hafa nú leitt enn betur í ljós að hann var verkfæri í höndum stóru bankanna í viðleitni þeirra til þess að verða sér úti um fé frá Seðlabankanum. Í raun hefði Finnur átt að vera búinn að segja af sér fyrir nokkru - en gott og vel. Um manninn hef ég lítið að segja, hann kemur ekki illa fyrir og ef til vill er hann haukur í horni og hvaðeina annað sem góðan bankastjórnanda á að prýða, nema þá helst að hann sá ekki fyrir að hann var leiksoppur stóru bankanna.
Það er erfitt að trúa á algert sakleysi manns sem var í svo stóru hlutverki í þeirri svikamyllu sem stýrt var af stjórnendum stóru bankanna - en þó ekki ómögulegt. Ýmisir háttsettir aðilar innan bankanna voru búnir að gera sér grein fyrir þeirri alls herjar svikamyllu sem fór af stað löngu, löngu fyrir hrun og var til þess gerð að hylma yfir glæfralega lánastefnu, alvarlega stöðu bankanna í ljósi minnkandi aðgengi að erlendu lánsfé og misheppnaða eignastýringu. Finnur virðist hafa verið ein af hlaupatíkunum í þeim lygavef sem spunninn var og varð til þess að Seðlabankinn tapaði hundruðum milljarða króna.
Finnur Sveinbjörnsson hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.