3.12.2009 | 02:49
Af minnismiða ertu kominn, að áþján skaltu verða ...
Þetta er vont mál, hvernig sem á það er litið. Tilraunir stjórnarandstöðunnar til andófs er þeirra réttur, þó svo að andófið muni, ef að líkum lætur, minnka tiltrú fjölmargra á starfsemi Alþingis. Fylgjendur stjórnarinnar halda sumir að þetta andóf, hvort heldur menn vilja kalla það málþóf eða málefnalega umræðu, sé á sandi byggt vegna þess að sumir andófsmenn tilheyra stjórnmálaöflum sem sögð eru tengjast hruninu umfram önnur. Enn aðrir benda á að ef þingmenn stjórnarandstöðunnar væru við völd, myndi málflutningur þeirra vera annar og þá frekar í anda þess sem núverandi stjórnarliðar bera á borð fyrir þjóðina.
Um þetta er erfitt að fullyrða en það kann að vera að eitthvað sé til í þeirri ályktun. En fyrir okkur, sem stöndum fyrir utan baráttuna í sölum Alþingis, skiptir það litlu máli. Icesave-samningurinn er eftir sem áður jafn slæmur og afleiðingarnar jafn hættulegar afkomu þjóðarbúsins og fólksins sem byggir þetta land. Þó svo að fyrri ríkisstjórn hafi verið mislagðar hendur og skriflað á pappír tillögur til lausnar deilu við erlend ríki, þá vita þeir sem vilja vita, að ekki stóð til að fylgja málinu eftir á þeim nótum. Samt er hamrað á innihaldi minnismiða af forkólfum núverandi ríkisstjórnar, til þess m.a. að geta haldið því fram að núverandi nauðasamningar seú illskárri en innihald minnismiðans gaf tilefni til.
Sú fullyrðing, að íslensk stjórnvöld hafi ekki annan kost en að beygja sig fyrir utanaðkomandi þrýstingi er öflug mantra og henni trúa all margir. Ýmsir stjórnarliðar, að ógleymdum þeirra fylgismönnum, hafa ítrekað reynt að telja þjóðinni trú um að fyrri stjórnvöld beri svo ríka skyldu í málinu, að sekt hennar sé svo mikil, að þjóðinni beria að borga það gjald sem sett er upp af Bretum og Hollendingum. Stæra sig jafnvel af því, að án Icesave-samninga gæti reikningurinn orðið hærri. Þetta tel ég að standist ekki og mig grunar að sumir stjórnarliðar eigi bágt með að trúa þessu sjálfir.
Regluverk Evrópusambandsins hvað varðar þetta mál, er gallað, um það er ekki deilt. Á næstu misserum mun eflaust ýmislegt verða gert til þess að lagfæra það. Það er ekki ásættanlegt að það verði gert á rústum íslensks efnahags.
Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:58 | Facebook
Athugasemdir
Sæll félagi,
ég held að þú sért sammála mér í því að það er dapurlegt hvað menn horfa mikið á þetta mál með flokksgleraugum.
Í þessu máli, sem varðar tilveru okkar, ættum við öll fyrst og fremst að vera Íslendingar.
Sigurður Þórðarson, 3.12.2009 kl. 06:35
Þarna er ég samála ykkur þetta mál á að útkljá þverpólitískt og þá er besta leiðin að leyfa okkur að kjósa um hvort við viljum samningin eða ekki.
Sigurður Haraldsson, 3.12.2009 kl. 10:56
Flott færsla sem bendir akkúrat á eina af vondu meinlokunum í þessu ljóta IceSave dæmi.
Haraldur Hansson, 3.12.2009 kl. 12:25
Því miður virðist það svo, að þverpólitíska niðurstöðu er ekki hægt að ná, út því sem komið er. Menn geta deilt um hvað veldur því en á meðan yfirvöld stendur meira á sama um viðhorf fólks í útlöndum en það hvað samlandar þeirra hugsa - ja, þá er ekki von á góðu.
Ólafur Als, 3.12.2009 kl. 13:07
Ég hef bent á að Icesave Samfylkingarinnar er dýrasti lykill að ESB sem íslensk þjóð getur fengið yfir sig.
Sigurður Haraldsson, 3.12.2009 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.