4.12.2009 | 01:19
Hræðsluáróður eða þörf áminning til ráðamanna?
Uggvænlega skuldastaða er mörgum áhyggjuefni. Einnig ráðamönnum, það verður ekki af þeim tekið. Hvað nefndan hræðsluáróður þingmannsins, Þórs Saari, varðar, þá má hann eiga það að hann hefur á eigin vegum reynt að verða sér úti um upplýsingar um skuldastöðu þjóðarbúsins og hvernig sú staða horfi m.a. við AGS. Fjármálaráðherra virðist ekki alveg hafa náð utanum skuldsetninguna en telur þó að flest sé þar komið fram í dagsljósið og því muni staðan ekki verða mikið verri en sem nemur 310% af landsframleiðslu. Fyrir ekki margt löngu síðar hefði AGS lýst íslenska þjóðarbúið vanbúið að greiða slíkar skuldir.
Hvernig vaxtagreiðslurnar af Icesave skuldbindingunni koma inn í skuldamyndina veit ég ekki, að ekki sé nú talað um þá óræðu skuld sem ræðst af heimtum eigna gamla Landsbankans. Heildarstaðan hlýtur því að vera enn verri en fjármálaráðherra greinir frá. Pukur ríkisstjórnarinnar í kringum þetta mál og ýmis önnur er ekki traustvekjandi. Almenningur í þessu landi á þá sjálfsögðu kröfu á hendur ráðamönnum að þeir greini frá stöðu mála en fegri ekki myndina með óljósi tali eða gagnrýni á þá sem reyna að komast til botns í málum. Það er mun uggvænlegra að ráðamenn feli sannleikann en að stöku þingmaður reyni að grafa hann upp.
Ríkisstjórn Geirs Hilmars var m.a. núið því um nasir að hún greindi ekki almenningi frá alvarlegri stöðu mála og það varð til þess að rýra enn frekar tiltrú á þeirri stjórn. Það var einmitt ein af kröfunum, sem settar voru fram síðasta vetur, að yfirvöld ættu að halda almenningi upplýstum en þess í stað hafa núverandi stjórnvöld jafnvel slegið hinni fyrri við í pukrinu. Mun málflutningur Þórs Saari verða til þess að fólk flýr unnvörpum þetta land? Umfram það sem eðlilegt má telja, eins og Steingrímur J. vék að? Ég leyfi mér að efast um áhrifamátt hins óbreytta þingmanns en á meðan yfirvöld gefa loðin svör og forðast að horfa í augu landsmanna og segja sannleikann, allan sannleikann, þá er allt eins víst að það vantraust sem núverandi stjórnarherrar kynda undir, muni miklu fremur ráða búsetu fjölda Íslendinga.
Þór Saari í hræðsluleiðangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir allt sem þú segir hér. Og já, það er ótrúlegt að jafn reyndur og greindur maður sem Steingrímur er skuli vera svo hræddur við áhrifamátt orða Þórs. Ég held að Steingrímur sé að gefast upp. Hann gat rifist hér áður og barist með kjafti og klóm en nú er hann mest hræddur um hvaða áhrif það hefur sem aðrir segja. Hann veit sem er að þetta er allt rétt sem Þór segir, en finnur ekki lengur þá þörf hjá sér, og hreinlega getur ekki því það er ekki hægt, að rökstyðja þá skoðun sína að íslendingar eigi að borga hvað sem það kostar. Svo finnst mér alltaf svo leiðinlegt að maðurinn skuli ekki skilja það grundvallarsjónarmið að þetta er EKKI skuld íslendinga og því er það algjör firra að skrifa upp á að svo sé! Það væri hreinlega kjánalegt!
assa (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 02:14
Assa er alveg sammála, eins og talað frá mínum munni. Ólafur er líka alveg sammála þér og þetta gengur ekki svona lengur að við Íslendingar eigum að gjalda fyrir sukk og svínarí þessara manna sem ollu þessu...og Lánabók Lansbankann upp á borð sko.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.12.2009 kl. 02:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.