14.12.2009 | 09:11
Al Gore á ferð og flugi að boða (ó)fagnaðarerindið
Sem fyrr þykir mér sem spár af þessu tagi séu litaðar hræðsluáróðri. Misvísandi upplýsingar af bráðnun íss á heimskautasvæðunum eru ekki til þess gerðar að auka trú mína á það sem ég vil kalla heimsendaspár. Rétttrúnaðurinn, sem mér þykir búa að baki ýmsum niðurstöðum rannsókna af þessu tagi, er sumum áhyggjuefni en þó ekki þeim sem eru hvað harðastir í trúboði sínu um áhrif mannsins á veðurfar í átt til hlýnunar og meintar skelfilegar afleiðingar þess. Al Gore hefur m.a. orðið uppvís að misvísandi upplýsingagjöf og á köflum grófum misskilningi á orsakasamhengi koldíoxíðsmagns í lofthjúpnum og hitafari.
Sú hlýnun, sem hefur átt sér stað á seinni árum, á enn nokkuð í land með að ná hitafari við t.d. landnám, að ekki sé nú talað um eldri tíð, þegar laufskógur þakti hluta Íslands. Þrátt fyrir allt er kuldaskeið á jörðinni nú, þó svo að innan þess kuldaskeiðs sé nú hlýrra en um nokkurra alda skeið. Það er til marks um hve þau vísindi, sem framámenn á borð við Al Gore vilja tengja sig við, virðast miða öll að því að sannfæra mannkyn um hættulegar afleiðingar iðnvæðingar. Ef birtast niðurstöður, sem í litlu eða stóru, draga í efa réttmæti þess viðhorfs að hlýnun sé af mannavöldum, að ýmsir náttúrulegir þættir ráði e.t.v. mun meiru, þá er ýmsum bröðgðum beitt til þess að þagga niður í þeim.
Þó ekki annað væri, segir þetta manni að draga í efa þann vísindagrunn sem býr að baki hræðsluáróðrinum. Einhverju sinni lærði ég að að baki raunvísindunum lægi efi, sem ætti að leiða vísindamenn í átt að sannfærandi niðurstöðum. Það fæli m.a. í sér að taka tillit til rannsókna sem gæfu aðrar niðurstöður en ekki afneita þeim með svo afgerandi hætti og mörg dæmi sanna og jafnvel seilast svo langt að úthrópa þá vísindamenn, sem hafa annað fram að færa en hentugt þykir. Þeir fjölmörgu gallar sem einkenna aðferðafræði hræðsluáróðursins mun áfram sjá til þess að enn sem komið er hræðist ég ekki þennan áróður. Ef eitthvað er, þykist ég viss um að mannkyn eigi frekar að óttast að kuldaskeiðið, sem við vissulega búum við, muni herða tak sitt í framtíðinni. Sé horft til langs tíma, er fátt sem bendir til annars og ef mannanna verk hafa nú áhrif til hlýnunar, muni það fremur hægja á þeirri þróun.
Hafið gæti hækkað um 2 metra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er nú bara svo með þessi vísindi.
Að sannleikurinn í dag er lygi morgundagsins.
Sigurður Helgason, 14.12.2009 kl. 10:04
Það er smá munur á 7m og 2m :)
Gulli (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 10:18
Það hægt að skoða t.d. ástand hafíssins á netinu. Gerði færslu um það hér. Sé ekki annað en að þetta flokkist sem hræðsluáróður...
Karl Jóhann Guðnason, 14.12.2009 kl. 11:25
Nest á þessari síðu er hægt að sjá hver hækkun sjávarborðs hefur verið samkvæmt mælingum, þ.e. ekki spádómum.
http://www.climate4you.com/SeaTemperatures.htm
Sjá einnig síðu merð fjölmörgum mældum síðum. Síðan hér fyrir ofan er í flokknum Oceans.
http://www.climate4you.com
Hver er hækkunin samkvæmt þessu undanfarin ár?
2 mm/ári = 20 cm / öld? Eða eitthvað mikið frábrugðið?
Ágúst H Bjarnason, 14.12.2009 kl. 16:14
REYNI AFTUR:
Neðst á þessari síðu er hægt að sjá hver hækkun sjávarborðs hefur verið samkvæmt mælingum, þ.e. ekki spádómum:
http://www.climate4you.com/SeaTemperatures.htm
Sjá einnig síðu merð fjölmörgum mæliniðustöðum. Síðan sem vísað er á hér fyrir ofan er í flokknum "Oceans".
http://www.climate4you.com
Hver er hækkunin samkvæmt þessu undanfarin ár?
2 mm/ári = 20 cm / öld? 3mm / ári? Eða eitthvað allt annað?
Hver ætli þróunin verði og hvers vegna?
Ágúst H Bjarnason, 14.12.2009 kl. 16:19
Áköfustu talsmenn hinnar pólitísku veðurfræði eru stjórnmálamenn, sem telja okkur trú um að heimurinn sé á síðasta snúningi styðjum við þá ekki til valda. Sér til hald og trausts hafa þeir vísindamennina sem eiga allar sínar rannsóknir og lífskjör undir því að styðja þessi sjónarmið. Í þessu efni má segja að haltur leiði blindan. Þessu liði er alveg sama hvað um jörðina verður svo fremi sem þeir halda völdum og peningar renna til starfsins í loftslagstrúarsöfnuðinum. Maður þarf ekki annað en að horfa á formann Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Ég myndi ekki kaupa af honum notaðan bíl, hvað þá hugmyndir um björgun lífs á jörðinni.
Gústaf Níelsson, 14.12.2009 kl. 16:47
Hvað er að fólki hér á þessarri jörð? Upphafið að þesssu öllu saman var ekki Al Gore, þótt margir trúi því. Tony Blair flutti þrumuræðu í breska þinginu um grænu byltinguna (Birgir Ísleifs. notaði þetta orðalag) um græna bletti í Reykjavík fyrir áratugum síðan. Allt var að hitna og yfirhitna að mati Toni Blair. En það er hægt að selja útslepp af skítnum, bara til að búa til peninga semsagt ofhitnuð jörð verður verslunarvara. Þar kemur Al Gore inn í dæmið. Hann fær Nóbelsverðlaun fyrir að ljúga að fólkinu, og það sem verra er að SÞ. sem fólk fram að þessu hefur borið virðingu fyrir fram að þessu, er beitt fyrir vagninn. Það er hægt að fá miklu meiri peninga úr sauðsvörtum almúganum. Síiðastliðin ár hafa veriðseldar sparperur í Svíþjóð sem eiga að spara straum og þar með vera ódýrari. Gömlu perurnar eiga að vera úr sögunni árið 2012 Hvað nú? Jú þessar sparperur eru fullar af kvikasilfri og enginn veit hvað hendir nú? Hvar er Al Gore, sá sem keyrir á milli heimsálfa á einkaþotu og alltaf skal vera limosinur til taks þar sem hann kemur. Ég las um daginn að 2000 limosinur myndu þjóna þessum fundargestum á umhverfisráðstefnunni í Köpen þessa dagana. ÉG TEK OFAN.
Nellý (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 18:41
Ég hef verið að kynna mér verk vísindanna undanfarin ár og flest ber þetta að sama brunni. Vísindamenn hafa í fæstum tilfellum rétt fyrir sér. Enda eru þetta flest allt bara tilgátur. Ég held bara að Sigurður Helgason hafi bara nokkuð rétt fyrir sér og lýsir þessum trúarbrögðum ansi vel þegar hann ritar "Að sannleikurinn í dag er lygi morgundagsins."
Vísindin eru bara verkfæri í höndum yfir þjóðlegs valds sem hefur ákveðin markmið að stefna að og þau markmið snúast ekki um hag almennings á þessum hnetti. Þetta er bara einn liðurinn í þögla stríðinu sem háð er gegn okkur mannkyni. Og fæst okkar gera sér nokkra grein fyrir að verið sé að heyja stríð gegn okkur. Heldur fljótum við sofandi að feigðarósi. Og kannski erum við að falla á tíma til að gera eitthvað í málinu
Alex (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.