Gott framtak SVÞ

Í ályktun aðalfundar SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu - er skorað á yfirvöld að fella niður vörugjald á ýmsum vöruflokkum og endurskoða á öðrum auk þess að stuðla að úthlutunum án þeirra verðhækkunaráhrifa sem sala á tollkvótum hefur falið í sér. Athyglivert er einnig að skoða afstöðu flokkanna til ýmissa mála, eins og kemur fram í fréttinni, en þar staðfestist enn og aftur að Vg er megin fyrirstaðan í íslenskri pólitík fyrir framgangi frjálslyndra mála.
mbl.is Hvetja til þess að uppboðum og sölu á tollkvótum verði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Sorglegt samt að VG hefur ekkert verið í ríkistjórn síðastliðin 12 ár.. þannig að það er ekki hægt að kenna þeim um neitt af þessu :P

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 22.3.2007 kl. 18:00

2 Smámynd: Ólafur Als

Máttur forsjárhyggju og leiðinda nær vissulega út fyrir raðir Vg - eftir stendur að vilji til breytinga býr í öllum öðrum flokkum og er þá ekki bara vísað til þeirra mála sem þing SVÞ tók til umjöllunar. Fannst þér, Jónas, ekki eftirtektarvert hvernig Vg tókst að koma í veg fyrir framgang bjór- og léttvínsmálsins?

Ólafur Als, 22.3.2007 kl. 18:32

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Hefði verið raunverulegur vilji fyrir því að leyfa léttvín í búðir, þá hefði það mál ekki verið dregið fram 2 mínutur í lokun.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 22.3.2007 kl. 21:31

4 Smámynd: Ólafur Als

Gott og vel, en hvað fannst þér um framgöngu Vg í málinu?

Ólafur Als, 22.3.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband