Íslenskir hanagalar ...

Ekki veit ég hve stór hluti þjóðarinnar vaknaði við fyrsta hanagal til þess að fylgjast með leik íslenska handboltalandsliðisins á Ólympíuleikunum - hinir sömu munu eflaust klára daginn með geyspum og vonandi fara snemma í háttinn í kvöld. Annað stendur vart til boða því um miðjan dag, að kínverskum tíma, brotlenti sóknarleikur íslenska liðsins á móti fótfráum og fimum Kóreustrákum. Einhverjir kynnu að halda því fram að dómararnir hafi verið þeim hliðhollir en það hjálpar lítið að kenna öðrum um - af því lærist ekkert.

Ætli Ásgeir Örn muni ekki eiga erfitt með svefn í nótt en sætt hefði það verið ef hann hefði klárað færið sitt á lokasekúndunum. Líklegast hefðu það verið sanngjörnust úrslit en að sama skapi það eina sem okkur stóð til boða. Að vísu var varnarleikurinn oft stórgóður en sem fyrr segir var leikskipulagið í sókninni brothætt og leikmenn gerðu sig seka um of mörg mistök eða létu verja frá sér úr dauðafærum. Það er eftirtektarvert að Ólafur skorar ekki nema eitt mark í leiknum og Róbert ekkert. Með sigri hefðum við getað bankað á dyr fyrsta sætisins í riðlinum og þar með mögulega fengið Pólverjana í 8 liða úrslitum, sem virðast hafa slakasta lið þeirra fjögurra liða sem komast áfram úr hinum riðlinum.

En sem ég segi, deginum í dag verður mætt með þó nokkrum geyspum, smá svekkelsi yfir að hafa ekki náð jafntefli en svo tekur alvaran við - ásamt með öllu því skemmtiefni sem boðið verður upp á í ráðhúsi borgarinnar og öðrum bragðmiklum en súrum þrætueplum dægurmálanna.


mbl.is Ísland tapaði með einu marki fyrir Suður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband