Takmarkið er að stöðva uppbyggingu stórframkvæmda

Satt best að segja fæ ég ekki betur séð en að full upplýsing geti farið fram án þess að setja fram s.k. heildstætt mat. Ef málið snýst um að fá fram hvert eigi að sækja orkuna í fyrirhuguð verkefni á Reykjanesskaganum ætti ekki að vefjast fyrir mönnum að huga að því. Þó svo að flutningsgeta Suðvesturlínu yrði ekki að fullu nýtt í upphafi er henni ætlað að ná utanum fyrirhugaða orkuþörg til frambúðar. Virkjunarkostir gufuafls og vatnsafls, sem m.a. er ætlað að fullnægja fyrirhugaðri orkuþörf, eru ekki að fullu komnir á framkvæmdaáætlun og menn ættu því að halda sig við þær áhyggjur.

Það ætti ekki að hefta framkvæmd uppsetningu sjálfrar línunnar, nema menn geti sýnt fram á að hennar sé ekki þörf, þ.e. að fyrirhugaðir virkjunarkostir réttlæti ekki stærð og umfang línunnar. Greint hefur verið frá því að hin nýja lína muni að nokkru koma í stað eldri lína. Sjónmengun verður því viðvarandi en raflínur eru eftir sem áður fylgifiskur rafvæðingar og þess veruleika sem felur í sért að færa stórum orkukaupendum rafmagn. Ekkert nýtt á þeim vettvangi. Skipuleggjendur Suðvesturlínu byggja sínar áætlanir á n.k. heildarmati og horfa til þess að fullnægja tiltekinni orkuþörf. Til þess þarf að fara í endurnýjun og styrkingu núverandi raflínukerfis.

En vitanlega geta menn séð fyrir sér að þeir orkukaupendur, sem hinu nýja raforkukerfi er ætlað að þjóna umfram það sem fyrir er, hugi á framkvæmdir sem geti talist óásættanlegar út frá umhverfissjónarmiðum. En sjá menn það fyrir sér í einhverri alvöru? Hefur eitthvað verið lagt fram sem bendir til þess að fyrirhugaðar stórframkvæmdir í Helguvík, Straumsvík og annars staðar muni ekki mæta þeim stöðlum sem lög gera ráð fyrir? Hefur ekki þegar verið gefið leyfi fyrir stórum hluta þeirra framkvæmda og það sem uppá vantar sé að umfangi og eðli með þeim hætti að ekki réttlæti að tefja framkvæmdir frekar?


mbl.is Kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

það er nokkuð ljóst að það er hægt að auka álframleiðslu á mun ódýrari og snyrtilegri hátt en að reisa álver í Helguvík ásamt þessum línum, þar með er ekki farið eftir umhverfislögum eða heilbrigðri skynsemi.

Þetta er risa framkvæmd sem varðar alla þjóðina, en ekki einn útnesja hrepp.

Sturla Snorrason, 4.12.2009 kl. 22:57

2 Smámynd: Ólafur Als

Nú er það svo, Snorri, að Helguvíkurframkvæmdin er vel á veg komin og um hana hefur verið samið. En mig fýsir að vita á hvern hátt er hægt að framleiða ál hagkvæmar og væri ekki úr vegi að þú deildir þeirri hugmynd með okkur hinum.

Fyrirhugaðar línur koma sumpart í stað eldri lína. Varla geturðu verið því á móti því? Vitanlega varðar þetta alla þjóðina, heldur einhver annar því fram? En um leið snertir hún atvinnuástandið á þessum útnesjahrepp, sem þú kallar svo, umfram aðra. Ef hægt er að sækja orku í þessar framkvæmdir ber okkur skylda til þess, að tilteknum forsendum gefnum, að fylgja því eftir.

Ólafur Als, 5.12.2009 kl. 00:01

3 Smámynd: Sturla Snorrason

Það liggur fyrir að Reykjanesið getur skaffað hluta af orkunni sem þýðir að ef ekki væri byggt álver gætu þeir verið sjálfbærir með orku og væri þess vegna hægt að hreinsa upp línurnar meðfram Reykjanesbrautinni.

Vegaleindin til Þorlákshafnar er 1/3 af leiðinni til Helguvíkur sem á að kosta 30 miljarða. En skásta lausnin er að selja þessa orku til stækkunar á álverunum í Straumsvík og Grundatanga ef sala til álvera er besti kosturinn.

Ég sé enga ástæðu að leggja fleiri svæði undir þennan iðnað, sem skapar fá störf en getur skapað mikinn gjaldeyri ef rétt er haldið á málum.

Sturla Snorrason, 5.12.2009 kl. 00:30

4 Smámynd: Ólafur Als

Hve stóran hluta af orkunni á að koma frá sjálfu nesinu er ég ekki með á takteinum, en hvernig sem á það er litið, þyrfti að samtengja þær línur landsnetinu. Satt best að segja hafa línurnar meðfram Reykjanesbrautinni, þar sem til þeirra sést, ekki farið fyrir brjóstið á mér en vitanlega kannt þú að vera á allt öðru máli hvað það varðar. En svo er einnig verið að horfa til annars konar uppbyggingar en álvera, sbr. gagnaver og jafnvel fleira.

Hins vegar hef ég undrað mig á því að ekki hafi verið sett fram skilyrði um að fela álver og aðra stjóriðju betur í landslaginu. Gróður er lengi að vaxa hér á landi og þrátt fyrir allt eru stóriðjuver ekki augnayndi. Helguvíkurframkvæmdina tel ég þó falla undir það að vera ekki í alfaraleið. Umræðan um gildi og fjölda starfa í stóriðju læt ég bíða betri tíma en geri þó ráð fyrir að ekki séum við sammála um það.

Ólafur Als, 5.12.2009 kl. 00:56

5 Smámynd: Sturla Snorrason

Þú kemur akkúrat inn á kjarna málsins þar sem þú seigir að Helguvík sé ekki í alfara leið og henti þar með vel fyrir álver sem er eflaust rétt.

En framkvæmdin í heild sinni er miklu stærri og á auðvita að skoðast öll í heild.

Annars vil ég benda á mína skoðun frá því í gær.

Sturla Snorrason, 5.12.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband