Orðspor Íslands mun bíða hnekki verði frumvarpið að lögum

Ætli forsetanum verði skotaskuld úr því að finna rök eða ástæður fyrir því að skrifa undir frumvarpið um Icesave-skuldbindingar? Að vísu hefur málflutningur hans til þessa sett hann í erfiða stöðu en hann getur eftir sem áður skýlt sig á bakvið rökstuðning stjórnarliða, margra, í þá veru að núverandi fyrirvarar haldi að mestu leyti sé horft til þeirra sem samþykktir voru frá Alþingi fyrir skömmu.

Sumum verður tíðrætt um orðspor Íslands, líkt og á því sé einungis ein hlið. Mörg okkar, sem erum andsnúin því að ganga til samninga með þessum hætti, skynjum umhverfi okkar með öðrum hætti. Í huga okkar býr sú vissa að það sé ekki Íslendingum til framdráttar að ganga á fund erlends valds með betlistaf í hendi, og slæma samvisku í ofanálag. Í þessu máli, sem öðrum, er best að sýna vilja til góðra verka, segjast ætla að læra af reynslunni og standa við það.

Við verðum dæmd af því hvernig við klárum okkur í framtíðinni. Atgervi, dugur og endurreisnaráform munu fleyta okkur inn í farsæla framtíð. Skynsöm uppbygging verður til þess að lánsfé mun berast til Íslandsstranda á ný, ekki aukin skuldsetning. Almenningur í nágrannaríkjum okkar hefur á þessu skilning, þykist ég viss um, þó svo að ýmsir ráðamenn á meginlandi Evrópu kunni að hugnast að íslensk stjórnvöld lúti í gras. Þjónslund íslenskra krata í garð Brusselvaldsins skynja ráðamenn úti í Evrópu og á þau mið er róið.


mbl.is Meirihluti vill kjósa um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll félagi,

Samfylkingin er ákveðin í að samþykkja Æsseif.  Það er ekki skynsamlegt að tala eins og forsetinn sé í vasa Jóhönnu. Það er "gjá milli þings og þjóðar" núna og hún er mun dýpri en þegar fjölmiðlafrumvarpinu var vísað til þjóðarinnar "til að brúa gjánna". 

Annars væri gaman að sjá þig.

Sigurður Þórðarson, 10.12.2009 kl. 06:01

2 Smámynd: Ólafur Als

... sömuleiðis Sigurður minn - hef þó gert ítrekaðar tilraunir til heimsókna en ávallt hitt á tóman kofann, þegar ég á leið framhjá ...

Ólafur Als, 10.12.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband