6.1.2010 | 23:11
Danir samkvæmir sjálfum sér í afstöðu sinni til íslenskra hagsmuna
Þessu ber að fagna. Það getur ekki verið vænlegt fyrir íslenska hagsmuni að Íslendingum séu settir afarkostir. Það er engum til hagsbóta að mál nái fram að gangi, byggt á þvingunum og yfirgangi. Þó svo að Danir og önnur svo kölluð vinaríki á Norðurlöndum séu eflaust full af vilja til þess að rétta Íslendingum hjálparhönd þá er það óeðlilegt að það sé gert í skjóli hótana þriðja aðila. Íslenskum stjórnvöldum býðst nú einstakt tækifæri til þess að sameina þjóðina í hagsmunagæslu gagnvart Bretum og Hollendingum og að því er virðist einnig gagnvart einstrengingslegri afstöðu norrænna stjórnvalda.
Það er eindregin von mín að íslensk stjórnvöld sjái að sér og notfæri sér einstakt tækifæri sem þeim býðst í boði forseta lýðveldisins. Hvað sem segja má um ólíka afstöðu til Icesave-samkomulagsins þá er ljóst að meirihluti þjóðarinnar vill ekki sæta afarkostum Breta og Hollendinga og eru síst reiðubúnir til þess að sætta sig við afstöðu forystumanna norrænu ríkjanna. Á þessum grunni geta íslensk stjórnvöld byggt nýjan málatilbúnað, sem tekur mið af því að Ísland undirgangist ekki frekari skuldbindingar en hún ræður við.
Nú þurfa stjórnvöld að bretta upp ermar og hefja sókn fyrir málstað Íslands á erlendri grund. Það þarf að ræða við bandamenn sem eru reiðubúnir til þess að miðla málum en tala ekki einungis rödd gagnaðilans - eins og gerst hefur í tilfelli yfirvalda í Danmörku og víðar. Það hefur í raun ekki viðgengist í Danmörku að tala máli Íslands, nema það hentaði þeim alveg sérstaklega. Þetta skyldu menn hafa í huga hér á landi, þegar reynt er að telja fólki trú um einhvers konar sérstaka velvild norrænna þjóða í garð Íslands.
Bíða þar til staðan á Íslandi skýrist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 04:43
Vonsvikin ríkisstjórn - tækifæri til að halda í stólana
Eins og ríkisstjórnin hefur haldið á þessu máli frá upphafi var ekki von á góðu, ekki á neinu stigi málsins. Vonbrigðin yfir ákvörðun forsetans hljóta að vera mikil á stjórnarheimilinu og á meðal helstu stuðningsmanna. Yfirvöldum býðst nú tækifæri til þess að sameina þjóðina í erfiðleikum ef hún heldur rétt á spilunum. Hins vegar er það henni pólitískt ill mögulegt, eins og málflutningi hennar hefur verið háttað, en þó ekki ómögulegt. Til þess þurfa ráðamenn að breyta aðkomu sinni að málinu.
Fyrrum formaður Samfylkingarinnar benti á hve hrapallega yfirvöldum tókst að bera sig að í samningunum við Breta og Hollendinga. Þó svo að það væri eflaust hennar pólitíski vilji að klína öllu á sjálfstæðisflokkinn, eins og komið hefur fram í máli ýmissa stjórnarþingmanna, áttar hún sig á að hennar flokkur ber einnig nokkra sök. Formaðurinn fyrrverandi nálgaðist því málið útfrá hagsmunum íslenskra skattborgara. Nú býðst stjórnvöldum að gera slíkt hið sama en af fyrstu viðbrögðum að dæma virðast ráðamenn ætla að fara í það far að halda EKKI uppi vörnum fyrir Ísland á erlendri grund.
Eftir að hafa flett í gegnum nokkrar erlendar fréttaveitur þá er ljóst að flestir hafa litla sem enga hugmynd um hvað málið snýst. Meira að segja á CNN var því haldið fram að lánið ætti að greiðast upp fyrir árið 2024, að forsetinn hefði hafnað lögum um að borga hollenskum og breskum yfirvöldum lán sem Ísland átti að hafa þegið. Svona er þetta víðar, jafnvel í skandinavíu virðast fáir, ef nokkrir, vita um hvað málið snýst. Er nema von að erlendir ráðamenn, margir, séu andsnúnir hagsmunum íslenskra skattgreiðenda þegar þeim er sagt að við ætlum ekki að borga fengin lán.
Blákalt halda hollensk og bresk stjórnvöld því fram að Íslendingar ætli ekki að borga lán sem þau hafi fengið og enginn ráðamaður er til þess að andmæla þessum málatilbúnaði. Þær eru í raun ámáttlegar yfirlýsingar stjórnvalda, sem þó er vitnað í, en sem ég ætla að fáir skilji - enda er engin sannfæring að baki þeim. Engum raunverulegum vörnum er haldið uppi, engar rangfærslur reknar ofan í Hollendinga og Breta og eftir situr sá sem les hugsandi sem svo að á Íslandi býr fólk sem vill ekki borga lánin sín. Engum dettur í hug að efast um yfirlýsingar breskra og hollenskra ráðamanna sem eru básúnaðar í fréttaveitum heimsins og því hljóti þær að vera sannar.
Þetta getuleysi yfirvalda til þess að halda uppi einhvers konar vörnum í málinu á erlendum vettvangi er í raun glæpsamlegt. Í ofanálag er klifað á því hve umheimurinn er okkur óvinveittur í þessu máli. Hvernig má annað vera, þegar hann þekkir ekki hliðar þessa máls aðrar en þær sem Bretar og Hollendingar bera upp og íslenskir ráðamenn og þeirra dindlar halda einnig á lofti? Sumir kratar segjast vera í vinfengi við erlenda ráðamenn og hafa vart undan við að vara þjóðina við áliti þeirra. Þeim dettur ekki annað í hug en að þjóðin eigi að borga og í yfirlætinu er borin upp sú lygi að skuldin gæti jafnvel orðið hærri. Að Bretar og Hollendingar hafi í raun verið okkur afar hagstæðir.
Svona fólk getur ekki komið fram fyrir Íslands hönd og unnið að rétti og hagsmunum Íslands og Íslendinga. Þeir eru orðnir svo alþjóðlegir í hugsun að þeir eru ekki lengur raunverulegir þegnar þessa lands; n.k. Evróþegna mætti e.t.v. kalla þessa menn. Þeirra pólitík blindar þá og þeir virðast vinna því máli framgang að sanna sem best að íslenskir þegnar beri klafa fjárhagsbindinga Icesave-samkomulagsins.
Þó svo að fjölmargir séu ósáttir við að nokkuð falli á íslenska þegan vegna falls Landsbankans þá vilja flestir að frá þessu máli verði gengið með einhverjum sóma. Margir vilja og að e.k. lagaleg niðurstaða fáist í málið áður en lengra er haldið, sem myndi auðvelda mörgum að takast á við slæmar afleiðingar þess. En fyrst of fremst er krafa um að stjórnvöld vinni að hagsmunum Íslendinga á erlendri grund og þeim býðst nú síðasta tækifærið til þess á meðan hún enn lifir. Ef ráðamönnum er nokkuð um vert að sitja áfram verður það þeim farsælast að sameina þjóðina á bakvið kraftmikla réttindabaráttu í þessu máli, e.t.v. að koma málinu í hendur Evrópusambandsins en það ætti m.a. að hugnast sumum sem vilja ganga því stórveldi á hönd. Við hin sættum okkur við að stjórnvöld vinni að hag Íslands.
Sammála um að lágmarka ókyrrð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2009 | 09:11
Al Gore á ferð og flugi að boða (ó)fagnaðarerindið
Sem fyrr þykir mér sem spár af þessu tagi séu litaðar hræðsluáróðri. Misvísandi upplýsingar af bráðnun íss á heimskautasvæðunum eru ekki til þess gerðar að auka trú mína á það sem ég vil kalla heimsendaspár. Rétttrúnaðurinn, sem mér þykir búa að baki ýmsum niðurstöðum rannsókna af þessu tagi, er sumum áhyggjuefni en þó ekki þeim sem eru hvað harðastir í trúboði sínu um áhrif mannsins á veðurfar í átt til hlýnunar og meintar skelfilegar afleiðingar þess. Al Gore hefur m.a. orðið uppvís að misvísandi upplýsingagjöf og á köflum grófum misskilningi á orsakasamhengi koldíoxíðsmagns í lofthjúpnum og hitafari.
Sú hlýnun, sem hefur átt sér stað á seinni árum, á enn nokkuð í land með að ná hitafari við t.d. landnám, að ekki sé nú talað um eldri tíð, þegar laufskógur þakti hluta Íslands. Þrátt fyrir allt er kuldaskeið á jörðinni nú, þó svo að innan þess kuldaskeiðs sé nú hlýrra en um nokkurra alda skeið. Það er til marks um hve þau vísindi, sem framámenn á borð við Al Gore vilja tengja sig við, virðast miða öll að því að sannfæra mannkyn um hættulegar afleiðingar iðnvæðingar. Ef birtast niðurstöður, sem í litlu eða stóru, draga í efa réttmæti þess viðhorfs að hlýnun sé af mannavöldum, að ýmsir náttúrulegir þættir ráði e.t.v. mun meiru, þá er ýmsum bröðgðum beitt til þess að þagga niður í þeim.
Þó ekki annað væri, segir þetta manni að draga í efa þann vísindagrunn sem býr að baki hræðsluáróðrinum. Einhverju sinni lærði ég að að baki raunvísindunum lægi efi, sem ætti að leiða vísindamenn í átt að sannfærandi niðurstöðum. Það fæli m.a. í sér að taka tillit til rannsókna sem gæfu aðrar niðurstöður en ekki afneita þeim með svo afgerandi hætti og mörg dæmi sanna og jafnvel seilast svo langt að úthrópa þá vísindamenn, sem hafa annað fram að færa en hentugt þykir. Þeir fjölmörgu gallar sem einkenna aðferðafræði hræðsluáróðursins mun áfram sjá til þess að enn sem komið er hræðist ég ekki þennan áróður. Ef eitthvað er, þykist ég viss um að mannkyn eigi frekar að óttast að kuldaskeiðið, sem við vissulega búum við, muni herða tak sitt í framtíðinni. Sé horft til langs tíma, er fátt sem bendir til annars og ef mannanna verk hafa nú áhrif til hlýnunar, muni það fremur hægja á þeirri þróun.
Hafið gæti hækkað um 2 metra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2009 | 04:11
Orðspor Íslands mun bíða hnekki verði frumvarpið að lögum
Ætli forsetanum verði skotaskuld úr því að finna rök eða ástæður fyrir því að skrifa undir frumvarpið um Icesave-skuldbindingar? Að vísu hefur málflutningur hans til þessa sett hann í erfiða stöðu en hann getur eftir sem áður skýlt sig á bakvið rökstuðning stjórnarliða, margra, í þá veru að núverandi fyrirvarar haldi að mestu leyti sé horft til þeirra sem samþykktir voru frá Alþingi fyrir skömmu.
Sumum verður tíðrætt um orðspor Íslands, líkt og á því sé einungis ein hlið. Mörg okkar, sem erum andsnúin því að ganga til samninga með þessum hætti, skynjum umhverfi okkar með öðrum hætti. Í huga okkar býr sú vissa að það sé ekki Íslendingum til framdráttar að ganga á fund erlends valds með betlistaf í hendi, og slæma samvisku í ofanálag. Í þessu máli, sem öðrum, er best að sýna vilja til góðra verka, segjast ætla að læra af reynslunni og standa við það.
Við verðum dæmd af því hvernig við klárum okkur í framtíðinni. Atgervi, dugur og endurreisnaráform munu fleyta okkur inn í farsæla framtíð. Skynsöm uppbygging verður til þess að lánsfé mun berast til Íslandsstranda á ný, ekki aukin skuldsetning. Almenningur í nágrannaríkjum okkar hefur á þessu skilning, þykist ég viss um, þó svo að ýmsir ráðamenn á meginlandi Evrópu kunni að hugnast að íslensk stjórnvöld lúti í gras. Þjónslund íslenskra krata í garð Brusselvaldsins skynja ráðamenn úti í Evrópu og á þau mið er róið.
Meirihluti vill kjósa um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 22:35
Takmarkið er að stöðva uppbyggingu stórframkvæmda
Satt best að segja fæ ég ekki betur séð en að full upplýsing geti farið fram án þess að setja fram s.k. heildstætt mat. Ef málið snýst um að fá fram hvert eigi að sækja orkuna í fyrirhuguð verkefni á Reykjanesskaganum ætti ekki að vefjast fyrir mönnum að huga að því. Þó svo að flutningsgeta Suðvesturlínu yrði ekki að fullu nýtt í upphafi er henni ætlað að ná utanum fyrirhugaða orkuþörg til frambúðar. Virkjunarkostir gufuafls og vatnsafls, sem m.a. er ætlað að fullnægja fyrirhugaðri orkuþörf, eru ekki að fullu komnir á framkvæmdaáætlun og menn ættu því að halda sig við þær áhyggjur.
Það ætti ekki að hefta framkvæmd uppsetningu sjálfrar línunnar, nema menn geti sýnt fram á að hennar sé ekki þörf, þ.e. að fyrirhugaðir virkjunarkostir réttlæti ekki stærð og umfang línunnar. Greint hefur verið frá því að hin nýja lína muni að nokkru koma í stað eldri lína. Sjónmengun verður því viðvarandi en raflínur eru eftir sem áður fylgifiskur rafvæðingar og þess veruleika sem felur í sért að færa stórum orkukaupendum rafmagn. Ekkert nýtt á þeim vettvangi. Skipuleggjendur Suðvesturlínu byggja sínar áætlanir á n.k. heildarmati og horfa til þess að fullnægja tiltekinni orkuþörf. Til þess þarf að fara í endurnýjun og styrkingu núverandi raflínukerfis.
En vitanlega geta menn séð fyrir sér að þeir orkukaupendur, sem hinu nýja raforkukerfi er ætlað að þjóna umfram það sem fyrir er, hugi á framkvæmdir sem geti talist óásættanlegar út frá umhverfissjónarmiðum. En sjá menn það fyrir sér í einhverri alvöru? Hefur eitthvað verið lagt fram sem bendir til þess að fyrirhugaðar stórframkvæmdir í Helguvík, Straumsvík og annars staðar muni ekki mæta þeim stöðlum sem lög gera ráð fyrir? Hefur ekki þegar verið gefið leyfi fyrir stórum hluta þeirra framkvæmda og það sem uppá vantar sé að umfangi og eðli með þeim hætti að ekki réttlæti að tefja framkvæmdir frekar?
Kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 01:19
Hræðsluáróður eða þörf áminning til ráðamanna?
Uggvænlega skuldastaða er mörgum áhyggjuefni. Einnig ráðamönnum, það verður ekki af þeim tekið. Hvað nefndan hræðsluáróður þingmannsins, Þórs Saari, varðar, þá má hann eiga það að hann hefur á eigin vegum reynt að verða sér úti um upplýsingar um skuldastöðu þjóðarbúsins og hvernig sú staða horfi m.a. við AGS. Fjármálaráðherra virðist ekki alveg hafa náð utanum skuldsetninguna en telur þó að flest sé þar komið fram í dagsljósið og því muni staðan ekki verða mikið verri en sem nemur 310% af landsframleiðslu. Fyrir ekki margt löngu síðar hefði AGS lýst íslenska þjóðarbúið vanbúið að greiða slíkar skuldir.
Hvernig vaxtagreiðslurnar af Icesave skuldbindingunni koma inn í skuldamyndina veit ég ekki, að ekki sé nú talað um þá óræðu skuld sem ræðst af heimtum eigna gamla Landsbankans. Heildarstaðan hlýtur því að vera enn verri en fjármálaráðherra greinir frá. Pukur ríkisstjórnarinnar í kringum þetta mál og ýmis önnur er ekki traustvekjandi. Almenningur í þessu landi á þá sjálfsögðu kröfu á hendur ráðamönnum að þeir greini frá stöðu mála en fegri ekki myndina með óljósi tali eða gagnrýni á þá sem reyna að komast til botns í málum. Það er mun uggvænlegra að ráðamenn feli sannleikann en að stöku þingmaður reyni að grafa hann upp.
Ríkisstjórn Geirs Hilmars var m.a. núið því um nasir að hún greindi ekki almenningi frá alvarlegri stöðu mála og það varð til þess að rýra enn frekar tiltrú á þeirri stjórn. Það var einmitt ein af kröfunum, sem settar voru fram síðasta vetur, að yfirvöld ættu að halda almenningi upplýstum en þess í stað hafa núverandi stjórnvöld jafnvel slegið hinni fyrri við í pukrinu. Mun málflutningur Þórs Saari verða til þess að fólk flýr unnvörpum þetta land? Umfram það sem eðlilegt má telja, eins og Steingrímur J. vék að? Ég leyfi mér að efast um áhrifamátt hins óbreytta þingmanns en á meðan yfirvöld gefa loðin svör og forðast að horfa í augu landsmanna og segja sannleikann, allan sannleikann, þá er allt eins víst að það vantraust sem núverandi stjórnarherrar kynda undir, muni miklu fremur ráða búsetu fjölda Íslendinga.
Þór Saari í hræðsluleiðangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2009 | 13:01
Er hægt að efast um heilindi varaformannsins?
Minnihlutinn í Reykjavík hefur mikilvægu hlutverki að gegna sem aðhald fyrir meirihlutinn. Hins vegar er þetta útspil varaformanns samfylkingarinnar hluti af stærra máli en varðar beinlínis hag Reykjavíkur og íbúa hennar. Ræða varaformannsins verður ekki undanskilin hinni almennu pólitísku umræðu en á þeim vettvangi hafa vinstri menn misst nokkuð af vopnum sínum. Vera má að sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera mun betur í uppgjöri sínu við fortíðina, afhroðið sem flokkurinn beið í vor síðastliðnu kann ekki að hafa verið nóg á þeim bænum.
Hins vegar er það með ólíkindum hvernig krötum tekst að sannfæra sjálfa sig um að hafa hvergi komið að landsmálunum í aðdraganda hrunsins. Hin algera afneitun þeirra má einna helst líkja við að þeir hafi verið meðvitundarlausir í ríkisstjórn Geirs Hilmars eða þá það sem líklegra var, þeir höfðu ekki hugmynd um það hvað þeir voru að gera, fremur en samstafsklokkurinn. Er hér um að kenna almennum greindarskorti eða er það eitthvað annað?
Vandinn sem við er að etja hjá landsstjórninni er óumdeildur og síður en svo öfundsverður. Einn flokkur er í ríkisstjórn nú sem einnig var við stjórnvölinn fyrir hrun. Talsmenn þessa flokks hafa eilítinn hnút í maganum yfir því að hafa verið þátttakendur í endaspretti þeirra atburða sem leiddu til þess að allt fór hér á annan endann. Ein leiðin út úr þeim ógöngum er að hamast á sjálfstæðisflokknum og stundum einnig framsókn, uppnefna þá og minnast ekki orði á aðild þeirra sjálfra. Það skal ekki koma fram að kratar hafi verið tæp 6 ár í stjórn með sjálfstæðisflokknum frá árinu 1991.
Dagur er ekkert annað en peð í þessari viðleitni krata til þess að endurskrifa söguna. Hann tekur því feginshendi að geta orðið að liði í þeirri baráttu enda tilheyrði hann stjórnmálaafli, Reykjavíkurlistanum sáluga, sem skilur ekki eftir sig slóð velgengni. Reyndar var Reykjavíkurborg þátttakandi á þeim árum í þeirri fasteignabólu sem reið yfir landsmenn og fulltrúar vinstri aflanna gerðu hvað mest í að réttlæta, sbr. ummæli núverandi formanns VG um að það væri í lagi að græða á háu lóðaverði, þar væru markaðsöflin að skila krónum í kassann.
Reykjavíkurborg brást við skjótum hætti í aðdraganda hrunsins og hefur reynt að aðlaga starfsemi borgarinnar að gjörbreyttum aðstæðum. Henni hefur tekist það furðuvel, m.a. með dyggri aðkomu fjölda embættismanna borgarinnar. Borgarfulltrúar eru þeir sem þurfa að skrifa upp á hlutina en það eru starfsmenn í hinum ýmsu deildum sem þurfa að sinna hinni eiginlegu vinnu. Þeirra er að koma fram með hugmyndir til sparnaðar, niðurskurðar og aðhalds.
Á vettvangi landsmálanna hefur verið brugðist við með allt öðrum hætti. Ríkisstjórn Geirs Hilmars, blessuð sé minning hennar, var þrátt fyrir allt með í burðarliðnum sparnaðar- og aðhaldsaðgerðir en þær voru nánast þurrkaðar út af borðinu þegar núverandi valdhafar tóku við, fyrst í minnihluta og svo síðar í meirihluta. Ein ástæða þess hve skattahækkanir og aðhaldsaðgerðir yfirvalda virðast vera harkalegar nú er hve lítið hefur verið gert á þessu ári til þess að takast á við fjárlagahallann. Hver veit nema Degi sárni þetta þegar hann sér hve mönnum hefur þó orðið ágengt í borginni. Í stað þess að fagna þó þeim áfanga er allur kraftur settur í áróðurs- og blekkingarherferð samfylkingarinnar.
Dagur gagnrýnir borgarstjóra harðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2009 | 02:49
Af minnismiða ertu kominn, að áþján skaltu verða ...
Þetta er vont mál, hvernig sem á það er litið. Tilraunir stjórnarandstöðunnar til andófs er þeirra réttur, þó svo að andófið muni, ef að líkum lætur, minnka tiltrú fjölmargra á starfsemi Alþingis. Fylgjendur stjórnarinnar halda sumir að þetta andóf, hvort heldur menn vilja kalla það málþóf eða málefnalega umræðu, sé á sandi byggt vegna þess að sumir andófsmenn tilheyra stjórnmálaöflum sem sögð eru tengjast hruninu umfram önnur. Enn aðrir benda á að ef þingmenn stjórnarandstöðunnar væru við völd, myndi málflutningur þeirra vera annar og þá frekar í anda þess sem núverandi stjórnarliðar bera á borð fyrir þjóðina.
Um þetta er erfitt að fullyrða en það kann að vera að eitthvað sé til í þeirri ályktun. En fyrir okkur, sem stöndum fyrir utan baráttuna í sölum Alþingis, skiptir það litlu máli. Icesave-samningurinn er eftir sem áður jafn slæmur og afleiðingarnar jafn hættulegar afkomu þjóðarbúsins og fólksins sem byggir þetta land. Þó svo að fyrri ríkisstjórn hafi verið mislagðar hendur og skriflað á pappír tillögur til lausnar deilu við erlend ríki, þá vita þeir sem vilja vita, að ekki stóð til að fylgja málinu eftir á þeim nótum. Samt er hamrað á innihaldi minnismiða af forkólfum núverandi ríkisstjórnar, til þess m.a. að geta haldið því fram að núverandi nauðasamningar seú illskárri en innihald minnismiðans gaf tilefni til.
Sú fullyrðing, að íslensk stjórnvöld hafi ekki annan kost en að beygja sig fyrir utanaðkomandi þrýstingi er öflug mantra og henni trúa all margir. Ýmsir stjórnarliðar, að ógleymdum þeirra fylgismönnum, hafa ítrekað reynt að telja þjóðinni trú um að fyrri stjórnvöld beri svo ríka skyldu í málinu, að sekt hennar sé svo mikil, að þjóðinni beria að borga það gjald sem sett er upp af Bretum og Hollendingum. Stæra sig jafnvel af því, að án Icesave-samninga gæti reikningurinn orðið hærri. Þetta tel ég að standist ekki og mig grunar að sumir stjórnarliðar eigi bágt með að trúa þessu sjálfir.
Regluverk Evrópusambandsins hvað varðar þetta mál, er gallað, um það er ekki deilt. Á næstu misserum mun eflaust ýmislegt verða gert til þess að lagfæra það. Það er ekki ásættanlegt að það verði gert á rústum íslensks efnahags.
Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.12.2009 | 12:11
Hræðsluáróður heimsborgara og málþóf stjórnarandstöðu
Stjórnarandstaðan mun væntanlega áfram tala við sjálfa sig um þetta mál í sölum Alþingis. Stjórnarliðar virðast önnum kafnir við önnur störf, nær allir með tölu, og geta með engu móti tekið þátt í umræðunni á Alþingi. Enda varaði fjármálaráðherra við að umræður um Icesave, hvort sem menn vilja kalla það málþóf eða eitthvað annað, séu lýðræðinu hættulegar. Ef ekki verði gengið frá Icesave hið fyrsta muni vondir hlutir gerast.
Um þessa vondu hluti getur ráðherrann ekki tjáð sig, það geri menn bara ekki. Auk þess hefur hann tjáð forkólfum stjórnarandstöðunnar allt leyndóið þar að baki en þeir virðast ekkert skilja og koma af fjöllum þegar þeir eru inntir um allt leyndóið. Þessu til viðbótar setti fjármálaráðherra gamlan vínyl á fóninn og tónarnir um að endurskoðun AGS sé í hættu hljómuðu enn einu sinni í eyrum landsmanna.
Forkólfar ríkisstjórnarinnar hafa um nokkurt skeið reynt að telja okkur trú um að undirskirft samninga ryðji alls kyns ógnum úr vegi - sem hefur svo ekki reynst rétt. Bent hefur verið á ógn sem staðið hefur af tilteknum dagsetningum, nú síðast 1.desember. Enn hafa himnarnir ekki hrunið ofan á okkur. Hollendingum og Bretum dettur nefnilega ekki til hugar að fara með málið fyrir dómstóla.
Hvort sem menn vilja stimpla umræðuna um Icesave-frumvarpið málþóf eða málefnalega rökræðu breytir það ekki þeirri staðreynd að stjórnarliðar hætta sér ekki inn í sali Alþingis. Lummurnar sem þó hafa komið úr þeirra munni fá mann til þess að hugsa. Stjórnarliðar virðist nefnilega hræðast hvað öðrum þjóðum finnst en ekki hvað samlandar þeirra hugsa. Þegar menn eru orðnir heimsborgarar af því tagi að láta sig þetta mestu varða er ekki nema von að almenningur á íslandi spyrji hvenær þeirra jól komi.
Umræða um Icesave hafin aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2009 | 18:21
Skref í rétta átt
Ekki veit ég hvað olli hughvörfum hjá þeim aðilum, sem til þessa hafa meinað Íslendingum að taka þátt í samráði um makrílveiðar í N-Atlantshafi. Ef til vill að Færeyingar hafi haft eitthvað með málið að gera en kom ekki fram í fréttum fyrir skömmu að þeir hefðu skipt um skoðun og vildu íslendinga nú til viðræðna um stjórnun á veiðunum? Hér gefst Íslendingum færi á að hafa bein áhrif á veiðar flökkustofns í samráði við aðra hagsmunaaðila og hver veit nema við lærum eitthvað af öllu saman og hverfum af þeirri braut sem sjávarútvegsráðherra markaði að nokkru með veiðiúthlutun sinni makrílveiðum nú síðast og leiddi til þess að stærstur hluti þeirra veiða fór í fiskimjölsframleiðslu.
Makrílfiskurinn getur gefið vel af sér ef menn haga veiði þannig að aflinn fari í framleiðslu til manneldis. Veiðarnar í kjölfar síðustu úthlutunar á makríl kenna menn við gúanófiskerí og þykir ekki góður siður. Slíkar veiðar nýta þessa dýrmætu auðlind ekki sem skyldi og gefa tilefni til gagnrýni eins og vera ber. Aukin áhersla í átt að fullnýtingu sjávarafla hlýtur að vera takmark þeirra aðila sem láta sig fiskveiðarnar varða; hagsmunaaðilar, stjórnvöld og ekki síst borgarar þessa lands sem með réttu eða röngu hafa fært fiskveiðarnar í tilteknar hendur. Það er borgaranna hagur að farið sé vel með auðlindina og að útgerðir og sjómenn fái sem mest fyrir sjávarafurðirnar.
Íslandi boðið til makrílviðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |