Alvarlegt grín í höfuðborginni - einstaklingsmiðuð stjórnmál ?

Slæmt gengi Framsókanar í Reykjavík kom ekki á óvart. Efsti maður á lista þeirra var hvorki sannfærandi né bauð hann upp á nokkuð sem gat höfðað til kjósenda í Reykjavík út fyrir raðir gallharðra. Sjálfstæðisflokkurinn, þrátt fyrir afar slæma útkomu, má sæmilega við una en Samfylking og Vinstri græn fá rassskellingu af því tagi sem hlýtur að skekja landstjórnina.

Besti flokkurinn, hvað sem líður nafngiftinni, á nú, í kjölfar stórsigurs í borginni, eftir að sanna virði sitt að baki gríninu.  Fjórflokkurinn fékk á baukinn í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðum, en Sjálfstæðisflokkurinn virðist mega sæmilega vel við una á stöku stað. Samfylkingin virðist gjalda, ásamt með Vinstri grænum, getuleysið í landsmálunum.

Þó svo að hugur margra sé fráhverfur hinum hefðbundnu flokkum er vandséð hvað taka á við í hinni pólitísku baráttu. Nema menn séu í raun reiðubúnir að hugsa hið stjórnmálalega landslag upp á nýtt. Ef fulltrúum Besta flokksins, sex talsins, tekst að sannfæra sjálfa sig og borgurum í Reykjavík að atkvæði þeim greidd sé eitthvað annað en stólpagrín kanna að skapast grunvöllur fyrir enn frekari uppstokkun hins hefðbundna flokkakerfis, hvar áherslan er lögð á einstaklinga umfram flokka og þeirra hagsmuni.

Sama hvað verður sagt um þá einstaklinga, sem Reykvíkingar kusu af lista Besta flokksins - og þó svo að fæstir þeirra hafi kynnt sér málefni borgarinnar í aðdraganda kosninganna, þá verður vel fylgst með málflutningi þeirra á næstunn. Stefnuleysi og vankunnátta fulltrúa Besta flokksins um hin fjölmörgu málefni Reykjavíkur mun reyna á, á næstu dögum og misserum. Það bíður þessa fólks að snúa gríni í affærasæla framvindu borgarmálefna. 

Fjölmargir hugsa til þess að áherslan í pólitíkin verði meiri á einstaklinga en flokka í framtíðinni. Það kann að vekja ugg hjá ýmsum. Það er mögulegt að menn sjái fyrir sér að pólitík næstu missera snúist ekki lengur um þá ása stjórnmálanna sem hafa einkennt hið pólitíska landslag undangenginna áratuga - sérstaklega í ljósi þess að stjórnmálaöflin flest leita æ meira inn á miðjuna og treysta orðið á úrlausnir sérfræðinga um efnahagsmál og fleira - heldur hugsi menn í ríkari mæli til verðugra einstaklinga til þess að vinna að hag borgaranna.

Ísland er í sárum. Einna helst má líkja ástandinu við að flest, ef ekki allt, er betra en það sem hefur einkennt stjórnmálin um langan aldur. Landstjórnin í krafti tærrar vinstri stefnu hefur fyrir löngu misst tiltrú þeirra sem kusu bæði Samfylkingu og Vinstri græna (einnig sumra annnarra sem ljáðu þeim ekki atkvæði stt en voru reiðubúnir að láta á þessa stjórn reyna), einna helst að hún hangi á valdaroðinu, en þjóðinni blæðir út á meðan. Tugþúsundir heimila eru í nauð og allt eins víst að atvinnuleysi (ásamt með ráðaleysi) muni aukast þegar kemur fram á haustið. Reykjavíkurelíta vinstri manna er úr tengslum við atvinnulíf og hag fólks í landinu og þau öfl innan Samfylkingarinnar, sem kalla eftir skynsömu viti í efnahagsstjórninni, eru ofurseld m.a. hugmyndinni um að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum.

Fyrrum hryggjarstykki stjórnmálanna á Íslandi, mið-hægriflokkur Sjálfstæðismanna, er í sárum. Ef að líkum lætur mun svo enn verða. Sé horft til stefnumála flokksins er ljóst að hans er þörf við stjórn landsmálanna. Það sem m.a. kemur í veg fyrir að svo megi verða er skortur á endanlegu uppgjöri þar á bæ. Ekki svo að skilja, að þar með muni yfirsjónir fortíðarinnar fyrirgefast þeim, miklu fremur að kallaðir verði til einstaklingar, karlar og konur, sem geti endurreist traust og virðingu á meðal almennra kjósenda. Það mun greinilega taka mun lengri tíma en nokkurn grunaði. Á meðan gætu hinir sex fulltrúar Besta flokksins sýnt fram á að atkvæði þeim greitt var ekki kastað á glæ. Hins vegar er einnig sá möguleiki fyrir hendi að "grínið" færi fjórflokknum nokkra tiltrú á ný.

Næstu dagar munu verða fræðimönnum og áhugamönnum um pólitík einkar forvitnilegir. Verður farin leið samvinnu í Reykjavík, sbr. stefnumótum Sjálfstæðisflokksins í borginni, eða verða mótuð ný og mögulega farsæl viðmið í aðkomu borgarfulltrúa að stjórnun borgarinnar ?


mbl.is Besti flokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er ekkert stefnuleysi hjá Besta Flokknum. Og það er ekki svo mikið að kunna að stýra smáborg eins og Reykjavík. það er bara búið að kenna skrílnum að þetta sé eitthvað flókið. það hefur aldrei verið það og verður aldrei...nú er bara að vona að þeir stefni á Alþingiskosningarnar næstu. Það þarf að skipta þessari Ríkisstjórn út og passa að þeir gömlu komist aldrei að aftur...

Óskar Arnórsson, 30.5.2010 kl. 08:46

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er góð umfjöllun Ólafur.  Því miður þá var framganga Besta flokksins með þeim hætti að enn er vart mark á honum takandi sem þjóðmálaafli hvað sem verður.  Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara yfir sín mál. Því verður þó ekki neitað að Sjálfstæðisflokkurinn kemur þegar á heildina er litið þokkalega út úr þessum kosningum og vel ef frá eru skilin sveitarfélög eins og Reykjavík, Kópavogur, Akranes og Akureyri.

Jón Magnússon, 30.5.2010 kl. 09:27

3 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Tad er nu med hreinum olikindum hvernig tid Jon faid tessa nidurstødu. Framsoknarflokkurinn hefur aldrei haft neitt fylgi i Reykjarvik rett hangid inni med einn mann og missir hann og hann geldur afhrod segir tu en tad er buid ad høggva bædi høfudid og badar lappirnar af sjalfstædisflokknum og samt heldur hrokinn afram.

Þorvaldur Guðmundsson, 30.5.2010 kl. 10:24

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón þar hittir þú naglann á höfuðið fólkið í landinu vill breytingu og eða hreinsun það verða flokkarnir að skilja ekki stinga hausnum í sandinn og reka við! Þar sem gömlu flokkarnir náðu bata hafði fólkið ekki val um annað en fjórflokkinn þorri landsmanna hafði það hinsvegar og þar er rauða spjaldið sýnt fjórflokkurinn verður að skilja það!

Sigurður Haraldsson, 30.5.2010 kl. 10:24

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þorvaldur það er rétt alveg eins og óværa sem vart er hægt að deyða með nokkru móti hryllingur sorans!

Sigurður Haraldsson, 30.5.2010 kl. 10:25

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er það spurning hversu lengi hin guðlega og pólitíska forsjárhyggja getur staðið í vegi fyrir okkur, fólkinu í þessu landi þegar við krefjumst þess að fá að skrifa nýja stjórnarskrá fyrir okkur.

Árni Gunnarsson, 30.5.2010 kl. 10:35

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvað ætli Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að fara yfir? Ætli þeir verði nokkurtíma nógu gáfaðir til að skilja það sem kjósendur skildu enn ekki þeir skálfir...

Óskar Arnórsson, 30.5.2010 kl. 11:14

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar, það er venja þegar við kjósendur sýnum pólitíkusunum hvað okkur finnst um þá og störf þeirra þá fara þeir að segja okkur hvað við vorum í rauninni að gera og svo líka hvað við vorum að meina.

Næstum undantekningalaust tekst þeim að snúa hýðingu upp í klapp á öxlina.

Árni Gunnarsson, 30.5.2010 kl. 11:52

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þeim endist ekki æfin til að skilja hvað skeði. Enn auðvitað verður maður að vera góður við "aumingjanna". Mér skilst að Jón Gnarr hafi einhver plön um að láta ættleiða gamla ráðherra og skilningsvana gamla borgarstjórn...annars þarf að fara að huga að framboðsmálum fyrir næstu Alþingiskosningar. Það er nóg að gera í hreingerningarstörfum á Íslandi...

Óskar Arnórsson, 30.5.2010 kl. 12:12

10 identicon

Besti flokkurinn, hvað sem líður nafngiftinni, á nú, í kjölfar stórsigurs í borginni, eftir að sanna virði sitt að baki gríninu. 

Þú gefur þér að  Besti flokkurinn hafi verið kosinn sem alvöru stjórnmálaafl. Það má allt eins túlka niðurstöður kosninganna á þann veg að almenningur hafi verið að beita refsivendi sínum og sé nokkuð sama um hvort það liggi eitthvað annað að baki gríninu eða ekki. Auðir og ógildir loksins komnir með eitthvað vægi.

Landsflokkarnir geta enn tekið til í ranni sínum...

Kristinn (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 12:23

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Við erum með ríkisstjórn sem eingin tekur mark á, hvorki hér heima né annarstaðar og nú fáum við borgarstjórn sem eingin tekur mark á og það besta við þetta allt er að það er hvorki mér að kenna eða þakka.   

Næstu skref okkar eru að halda í horfi á meðan lifum til hags fyrir konur, því til verndar þeim og byrðum þeirra erum við skapaðir. 

Ég ætla ekki að ergja mig á þessu frekar, því þeir brenna sig á eldinum sem kunna ekki með hann að fara.  Því miður Þá brenna og líka saklausir.  Það er gaman að upplifa góðan brandara, en að lifa í honum held ég að sé óholt

Hrólfur Þ Hraundal, 30.5.2010 kl. 13:01

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi brandari var djúpur Hrólfur. Nú verða allir brandarakallar og reyna að vera það á kostnað Jóns Gnarr. Hehe..honum er alveg nákvæmlega sama. Trúðu mér alveg í því... :) Enn þetta með Ríkistjórnina er auðvitað rétt hjá þér...enda nú kemur framboð til Alþingiskosninga frá Besta Flokknum...

Óskar Arnórsson, 30.5.2010 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband