Von ?

Ég hef ekki minnstu hugmynd um hve raunhæft framboð Péturs er, það sem ég veit þó er að pólitíkin, sem Pétur hefur staðið fyrir hefur verið að mínu skapi. Oftast nær, alla vega. Embætti formanns snýst þó um fleira en góða pólitík. Til dæmis leiðtogahæfileika. Það sem ég hef heyrt til mannsins, þá tel ég hann í grunninn heiðursmann.

Nú um stundir eru góð ráð dýr, sótt er að fólki í stjórnmálum frá öllum hliðum, auri kastað í framámenn og stjórnmálamenn af óvönduðum samborgurum okkar - orðræðan lituð vantrú og hýenur mannlífs vaða uppi með sínum bitru viðhorfum og eiturmæli. Þetta umhverfi hefur vond áhrif á mannlífið og hina pólitísku umræðu.

Ég hef ekki áhuga á til langframa að vera hluti af svo eitraðri tilveru, sem virðist hafa tekið sér bólfestu í landinu mínu. Eitrið og illmælgin, sem veður nú uppi hefur, að því er virðist, kallað fram það versta í fari margra. Stjórnmálin þurfa að ganga í gegnum siðbót og e.t.v er Pétur betur til þess fallinn að leiða Stjálfstæðisflokkinn fram um þann veg, fremur en núverandi formaður.

 


mbl.is Skorast ekki undan ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég segi þau 3 Bjarni B. Ólöf N.og Pétur B. og þá er komin góð forysta...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.6.2010 kl. 11:07

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

 Blessaður

"orðræðan lituð vantrú og hýenur mannlífs vaða uppi með sínum bitru viðhorfum og eiturmæli"

Þetta eru stór orð er það vantrú og það fólk hýenur með bitur viðhorf sem vill að ein lög gildi um alla og allir séu jafnir fyrir lögum Fólk sem sættir sig ekki við að sami aðilinn geti veitt lán ráðið skilmálum sem seinna kemur í ljós að eru ólöglegir og síðan tekið stöðu á móti lántakandanum og hækkað lánið hans og allra landsmanna að vild.

Þetta fólk er ekki eitrað illmálgt vantrúað eða botrar hýenur. Þetta er fólk sem vill réttlátara þjóðfélag fyrir alla bæði mig og þig. Það vill fólk til forustu sem að skilur öll orðin það er frelsi, ábyrgð, umhyggju en ekki bara eitt eða tvð þeirra.

Meðan þetta fólk heldur áfram baráttunni er enn von fyrir okkur hina sem höfum staðið til hlés.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.6.2010 kl. 12:59

3 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Jón,

getur verið að það hafi farið framhjá þér hvernig fólk talar um náungann, fólk í opinberum stöðum, stjórnmálamenn og pólitíska andstæðinga? Ég er ekki sáttur við það eitur sem birtist t.d. hér á síðum bloggsins. Ég er ekki alinn upp við að sætta mig við slíkt og þykist ég viss um að svipað eigi við um þig. Ég lít svo á að þetta fólk sé ekki að berjast fyrir mig - ég samsama mér ekki með níðingum og tækifærissinum öfgaviðhorfa.

Sumir þessara einstaklinga hafa eflaust ávallt verið svona illa innrættir en það hefur heldur betur bæst í hjörðina að undanförnu. Er ekki kominn tími til að sómakært fólk viðri skoðanir sínar og afneiti níðinu, róginum og hjarðmennskutilburðum?

Þar liggur von mín, Jón, ekki þetta ofbeldi hugans. Það versta er, að nú leitar hugurinn út fyrir landsteinana, ég hef ekki mikið lengur áhuga á að taka þátt í þessari vitleysu.

Ólafur Als, 26.6.2010 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband