Forheimskun vinstri manna

Skynsamt fólk veit sem er að skattahækkanir hafa ekki alltaf tilætluð áhrif. Eitt skýrasta dæmið um þetta eru álöguhækkanir á áfengi og tóbak. Tekjur ríkissjóðs hafa ekki aukist en að sama skapi hafa verðlagsáhrif þessara hækkana aukið á húsnæðisskuldir, hækkað afborganir af sömu skuldum, fækkað krónum á milli handa fólks, aukið á svartsýni og almennt minnkað umsvif efnahagskerfisins (var einhver að tala um skjaldborgir?).

Fjármagnstekjuskattur af vaxtagreiðslum er sérkennilegur og bitnar stundum á þeim sem verst skyldi. Í núverandi árferði bjóða bankar lægri innlánsvexti en sem nemur verðbólgu. Jafnvel á allra hagstæðustu innlánsreikningum rýrnar því fé fólks. Samt eru vaxtatekjur af þessu fé skattlagt. Þessi vitleysa viðgengst einnig víða annars staðar. Hví dettur engum í hug að skattleggja fjármagnstekjur, sem nemur annarri skattlagningu, s.s á launatekjur, að leiðréttum verðlagsbreytingum? Hvernig væri að taka þá umræðu?

Ríkisstjórn er vandi á höndum. Það þarf að afla aukins fjár í ríkisstjóð til þeirra verkefna sem breið samstaða er um. Vinstri menn virðast álíta að skattahækkanir séu leiðin til þess. Við hin vitum sem er að möguleikarnir til fjáröflunar eru miklu fleiri og höfum um nokkurt skeið vonast til þess að yfirvöld myndu stuðla að atvinnuuppbyggingu (en ekki bara atvinnubótavinnu) á ýmsum sviðum, s.s. í orkugeiranum og afleiddri orkufrekri starfsemi, jafnvel stóriðju.

Þegar þessi tæra vinstri stjórn tók við völdum töluðu sumir gamlir sósíalistar um að nú væri komið að þeim að leiðrétta mistök kapítalistanna og allra vondu hægri mannanna. Orð þeirra voru sannfærandi í ljósi aðstæðna en einnig ef menn vildu kaupa skýringar þeirra á hruninu en líta framhjá sumum öðrum. Hinir hörðu vinstri menn í þessu ríkisstjórnarsamstarfi hafa unnið hörðum höndum að því að afsanna þessi orð og færa heim sönnur um gömul varnaðarorð hægri manna, að vinstri mönnum er tamast að skattleggja.

Ríkisstjórninni hefur mistekist að vinna að hag fólksins í landinu þannig að sómi væri að.

Auk skattahækkana virðist þeim lagnast að hanga á valdaroðinu.

 


mbl.is Ætla að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jarðfræðingurinn ætlar að senda okkur aftur á steinöld. 

"Allir vinna" er hlægilegt í þessu ljósi, hver vill vinna ef hann ber ekkert úr býtum. Nú flýr fólk ekki bara ástandið heldur aðstæður líka.  Fólk með menntun og metnað flytur bara út og skilur hina eftir heima til að standa undir síhækkandi sköttum.  Hver hefur hug eða bolmagn til að stofna fyrirtæki í svona ofurskatta umhverfi.  Hvernig kemur maður þessu liði frá völdum?

Steini sleggja (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 12:49

2 identicon

Viltu frekar "liðið" sem kom okkur í þessi vandræði - sem vísvitandi kom skattakerfinu þannig fyrir að þeir ríkari yrðu enn ríkari en hinir fengju æ minna - sem vernduðu þá ríku með lágum sköttum á þá sem áttu pening, öfugt við það sem gert er í "almennilegum" löndum - sem sviku og prettuðu - sem létu vini og vandamenn ganga fyrir í öllu ogsvomættilengitelja?

sú saltvonda (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 13:25

3 Smámynd: Ólafur Als

sú saltvonda;

ég er ekki viss hvað þú ert að fara með þessari athugasemd þinni? Ertu ánægð með ástandið núna? Telurðu að ekki hefði mátt gera mun betur með því að leggja meiri áherslu á uppbyggingu atvinnuveganna, hlúa að því sem vel er gert og sjá möguleikana í orkugeiranum og orkufrekri atvinnustarfsemi?

Raunar er ég ekki sammála söguskýringu þinni á skattkerfisbreytingum undanfarinna ára (fyrir hrun). Hverjir voru það eiginlega sem fengu æ minna? Reiði þín gagnvart mörgu sem átti sér stað fyrir hrun er réttlætanleg en galdurinn felst í hvernig við bregðumst við mistökum fortíðarinna, ekki hve saltvond við erum nú, þegar ríður á að huga að framtíð og uppbyggingu. Vitanlega sjáum við fortíðina með misjöfnum augum en ég hef mun meiri áhuga á að huga að velferð okkar nú - er það eitthvað sem við (með mögulega afar misjöfn stjórnmálaviðhorf) getum sammælst um??????

Ólafur Als, 14.8.2010 kl. 14:12

4 identicon

Gleymum ekki að þakka vini vors og blóma, ritstjóranum í Hádegismóum, fyrir að hafa dælt dágóðri upphæð í bankakerfið rétt fyrir hrun. Var ekki nema ríflega helmingur þeirrar upphæðar sem fjárlögin ná nú um stundir. Einhverjir þurfa að borga þann reikning...!

Sá sem ekki hyggur að sögunni er dæmdur til að endurtaka hana - með öllum þeim vitleysum sem  því fylgja.

(Örlítið snúið úr orðum George Santayana - en fyrirsögn höfundar þessa bloggs hreinlega hrópaði á það!)

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 15:05

5 Smámynd: Ólafur Als

Ybbar gogg;

Mikið rétt hjá þér ... þetta með söguna. Hins vegar eru misjöfn verkefnin sem bjóðast okkur og okkur ber skylda til að sinna. Núverandi stjórnvöld geta ekki byggt sína tilveru á að benda á sökudólga fortíðarinna; henni bera að læra af henni og eins og ég segi einu sinni enn; huga að framtíð og uppbyggingu.

Og úr því að þú minnist á mistök fortíðarinnar, sem þú eignar DO - en hann ber vitanlega ekki einn ábyrgð á - þá hljóta þau mistök, líkt og öll hin að hvetja okkur til þess að gera betur. Reikningurinn verður ekki greiddur með aukinni skattheimtu einni saman. Það sjá allir skynsamir menn, jafnvel sumir vinstri menn! Að þessu sögðu þá býr forheimska víðar en hjá vinstri mönnum - en hvað skattlagningu varðar þá er forheimskan í forystusæti hjá hinum "tæru" vinstri mönnum.

Ólafur Als, 14.8.2010 kl. 16:37

6 identicon

Nágrímur og Nornin voru á þingi áður en Da+o kom og þau sitja þar enn.

Þau gera það sem þau gera best.... lítið sem ekki neitt og alls ekkert af viti.

Stikkorð þeirra eru t.d. "sæl er sameginleg eymd" og "ef þú gerir ekkert, gerirðu ekkert rangt"

Á meðan leggja bankarnir allt sitt inn hjá ríkinu og við borgum vextina og er þar um milljarða að ræða. Ekki setja banklarnir peningana í hagkerfið frekar en (ó)stjórnin.

Það þarf einhver að berja það inn í þetta vinstrapakk að skattaskil eru ekki línuleg.

Vinstrapakkinu hefur ekki enn tekist að draga saman seglin enda eingin samstaða hjá þeim um neitt nema að hanga á þingi.....

Óskar (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 18:28

7 Smámynd: Lýður Árnason

Hálf sorglegur athugasemdapakki, Ólafur, og málefnið gleymist í flokkadráttum.  En óháð hægrinu og vinstrinu er ég sammála þér í þessum skattapælingum, frekar ætti að örva atvinnulífið og lækka skatta.  Aurum í ríkiskassann er auðvelt að ná með því að þynna stjórnsýsluna en einhvernveginn tregðast allir stjórnarherrar og frúr til þess.  Og ekki síður þeir sem sitja lengst til hægri.

Lýður Árnason, 15.8.2010 kl. 04:08

8 Smámynd: Ólafur Als

Lýður;

Já, það er þetta með valdið. Það spillir öllum, í allar áttir. Því gleymdu m.a. þeir sem stóðu að "Báknið burt" á sínum tíma, þegar þeir komust til valda. Hvað er þá til ráða?

Fjölmiðlar hafa nokkurn áhuga á að finna að stjórnsýslunni en virðist fyrirmunað að horfa í reynsluna og óska eftir minni völdum henni til handa eða að "þynna" hana eins og þú kemst að orði. Það er því lítils að vænta úr þeirri áttinni.

Það er nær einungis frá hægri sem raddir heyrast um að minnka umsvif og völd hins opinbera en þær raddir eru nokkuð hjáróma með hliðsjón af reynslu undangenginna ára. Ef vel tekst til um tillögur að stjórnarskrá er e.t.v. nokkurs að vænta úr þeirri áttinni; á borð við hömlur um eyðslu hins opinbera og ábyrgð og svið þess valds sem stjórnsýslan og stjórnvöld bera...

Ólafur Als, 15.8.2010 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband