Skattar á Íslandi og í Danmörku

Mig langaði til upplýsingar að bera saman skatta í Danmörku og á Íslandi. Hér er ekki tekið tillit til greiðslna í lífeyrissjóði, félagsgjöld eða annað sem kemur til frádráttar (sem er ekki ósvipað á milli landanna sýnist mér), einungis ef skattar eru lagðir til grundvallar og hvað stæði þá eftir í buddunni hvern mánuð (allar tölur umreiknaðar í ísl. krónur miðað við gengi 12):

Tekjur - Ísland - Danmörk - Umfram á Íslandi
x1000
----------------------------------
100 - 95 - 75 - 20 - 27%
150 - 130 - 103 - 27 - 26%
200 - 162 - 130 - 32 - 25%
250 - 194 - 157 - 37 - 24%
300 - 226 - 180* - 46 - 26%
350 - 258 - 202** - 56 - 28%
400 - 290 - 219 - 71 - 32%
500 - 354 - 252 - 102 - 40%
----------------------------------
* millitekjuskattur leggst ofan á tekjur umfram 272.600
** hátekjuskattur leggst ofan á tekjur umfram 327.200

Tekið skal fram að þetta er gróflega reiknað og ekki lagt mat á hvað fæst fyrir peningana í löndunum tveimur, sem er vitanlega efni í aðra umræðu.
Leiðréttingar eru vel þegnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband